Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 18
Á leiðlnni til Luxemborgar þurftu lerðafélagarnlr að skipta um lest í borglnni Metz. Þær Gyða og
Hólmfríður notuðu tækifærið og skoðuðu sig um í nágrennl brautarstöðvarinnar. Eftir klukkutíma
bið var síðan haldið áfram til Luxemborgar.
Verðlaunaferð
Flugleiða og Æskunnar
Flugferð
til
Parísar
LESTARFERÐ TIL LUXEMBORGAR
Snemma morguninn eftir vöknuðu þær við símhringingu,
franskur maður talaði í símann og þær skildu ekki mikið af því
sem hann sagði. Svo mikið skildu þær samt aö þær áttu að fara
á fætur og koma niður í morgunmat. Fararstjórinn hringdi til
þeirra nokkru síðar og spurði hvort ekki væri allt í lagi; bað þær
að koma niöur snarlega því þær yröu sóttar eftir 15 mínútur. f
matsal hótelsins stóð veislukostur, heitt súkkulaði, ásamt ný-
bökuðu brauði og smjöri. Þær gerðu sér gott af réttunum enda
þótt þær væru nývaknaðar og það stóð á endum þegar þær
höfðu lokið morgunverðinum var Antoine Qutard kominn, og
ók ferðafélögunum að járnbrautastöðinni. Nú hófst nýr kafli í
ferðinni. Aldrei höfðu þær Hólmfríður og Gyða ferðast með
járnbraut fyrr. Það gætti nokkurrar eftirvæntingar vegna þess
að þetta var þeim nýstárlegt farartæki. Þær höfðu séð járn-
brautarlest tilsýndar daginn áður og þótti þetta ærið undarlegur
snigill sem fór með miklum hraða eftir teinum. Þær tóku sér
sæti í vagni í miðri lestinni og innan stundar var haldið af stað.
Þeim fannst undarlegt að sjá vagninn byrja að mjakast af stað
en svo hæg var hreyfingin að varla fannst. En síðan jókst ferðin
og innan stundar var lestin á mikilli ferð áleiðis til Metz en þar
átti að skipta um lest. Það var gott að slappa af og hvíla sig í
mjúkum lestarsætunum, sjá þorp, akra og bóndabýli þjóta hjá
og þetta var einstaklega þægilegt ferðalag. Þær sáu kindur og
kýr á beit, kýrnar flestar hvítar og svartar en það sem mesta
furðu vakti var samt gróðurinn. Tré og trjágróður hvert sem litið
var. Sums staðar þéttur skógur, annars staðar voru tré látin
afmarka reiti, akra og tún. Lítil sveitaþorp kúrðu í dölunum,
fimm, sex og upp í tuttugu hús og kirkja. Þarna bjuggu
bændafjölskyldurnar og erjuðu jörðina í kring. Síðan voru ein-
stakir bóndabæir svipað og gerist á Islandi. Þeim kom í hug að
16