Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 48
;r i T A -w. cc r
% 9 T
V. 'IJ
i -O
/ í— c ’/J -20
60 1 0 8c li C.0 0 O 1 20 1 0
Vísundurinn er nú orðlnn mjög
fátíður í heiminum. Það er aðeins
í Kákasus að hann lifir villtur. Og
einstaka stað í N.-Ameríku þar
sem hann hefur verið friðaður.
Árið 1869 voru þau enn í
milljónatali, en Kyrrahafsjárn-
brautin, sem lokið var við að
leggja það ár, skildi þau að í
suður og norður hjarðir. Á
næstu áratugum var þeim eytt
svo að árið 1889 voru aðeins
835 dýr talin lifandi, þar af 200
sem friðuð voru í Yellowstone
Park. Þá opnuðust augu
manna fyrir því að bjarga varð
þessu stórbrotna dýri frá al-
gjörri eyðingu. Árið 1905 var
Ameríska vísindafélagið
stofnað. Víða þar sem hentug
skilyrði þóttu voru þá afmörk-
uð friðunarsvæði fyrir vís-
unda og úr því fjölgaði þeim
lítilsháttar, en umfram þessa
smáflokka þekkist vísundur-
inn ekki lengur í Ameríku.
Steingeitin
Steingeitin er afbrigðilegt
fjalladýr. Hún heldur til í há-
fjöllum þar sem aðeins örfá
önnur spendýr geta lifað ná-
lægt, og færir sig ekki niður á
bóginn nema í hörðustu vetr-
arárum. Þetta er mjög harð-
gert dýr, verður um 1.5 m á
lengd og um 100 kg að þyngd.
Horn kvendýrsins eru svipuð
og húsgeitarinnar, en kari-
dýrsins verða allt að 80—100
cm á lengd. Hún heldur sig í
smáflokkum, þó einstaka
gamlar geitur fari stundum
einförum á þverhnípta staði
þar sem útsýni er gott og
standi þar hreyfingarlaus
heilan dag á sama bletti.
Kvendýrin og ungarnir leita
hagkvæmari staða. Á nótt-
unni leitar flokkurinn sér fæðu
á ystu mörkum fjallaskóg-
anna, en við sólarupprás
sækir hann aftur upp í hæð-
irnar og hvílir sig um miðjan
daginn. Á sumrin heldur
flokkurinn á norðurhliö fjall-
anna, því steingeitin kærir sig
ekki um sólarhita.
Hæfileikar steingeitarinnar
til þess að klifra og stökkva
eru alveg furðulegir. Menn
hafa séð þær standa með alla
Steingeitin lifir nú á mjög fjar-
liggjandi slóðum eins og á
klettasvæðum við Rauðahaf, f
Kákasus, í fjöllum Mið-Asíu og
Spánar og nokkrum hluta Alpa-
fjalla.
fjóra fætur á örlitlum bletti.
Hún lifir í ýmsum fjallahéruð-
um gamla heimsins, eins og
Ölpunum, Spánarfjöllum og
Kákasus. Einnig í Mið-Asíu
og fjallahéruðum umhverfis
Rauðahafiö. Á ísaldartímum
hefur hún sennilega verið á
sléttum landanna þar sem
hún nú er á fjallatoppum, en
þegar veðrátta hlýnaði og
skógar komu hefur hún fært
sig upp í fjöllin.
í fornöld var mikið um
steingeit í Alpalöndunum, en
á 15. öld voru þær orðnar
sjaldgæfar í Sviss, og Alpa-
steingeitin er nú aðeins þekkt
umhverfis Monte Blanc og
Monte Rose. I fjöllum Spánar
er hinsvegar enn talsvert um
hana.
Gemlingar (gemsar)
Gemlingar eða gemsar eru
eindregin fjalladýr eins og
steingeitin. Þeim er ákaflega
létt um að ferðast á erfiðustu
og hættulegustu slóðum.
Þegar gemsinn gengur á
jafnsléttu virðist hann klaufa-
legur í hreyfingum, en það
gjörbreytist þegar hann fer aö
hlaupa. Hann getur tekið 7
metra stökk og á auðveldara
með að komast upp fjallshlíð
heldur en niður.
Alls staðar þar sem gems-
inn ferðast sýnir hann mikla
aðgætni, hvort sem er við að
forðast grjóthrun eöa'í ný-
föllnum fjallasnjó. Það getur
hent geitur að lamast af
skelfingu, ef þær lenda út á
klettasnös, en slíkt kemur
ekki fyrir gemsann.
Gemsinn á marga óvini, svo
sem gaupu, úlf, björn og örn.
En hann þarf auðvitað
einnig-að forðast ýmsar aðrar
hættur eins og grjóthrun,
snjóflóð og skriður. Heim-
kynni gemsanna erú Alparnir,
þó er hann orðinn fátíður í
Sviss, en tíðari lengra austur
á bóginn. Hann er þekktur í