Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 7
Æskan — framtíð lands-
ins.
Sjálfsagt eru allir sammála
um hina merkingu orðanna.
Börn, sem alast upp í dag,
taka við stjórn landsins á
morgun.
Uppeldi og umönnun, um-
hverfi og alúð, skóli og sam-
félag, foreldrar og forráða-
menn, bækur og blöð — allt
þetta og meira til er ofið í eina
samfellda heild, og á að veita
æskunni veganesti, sem á að
duga til áframhaldandi
þroska og sjálfstæðis, hjálpa
þeim í baráttu lífsins, efla trú
þeirra á leiðtoga lífs þeirra,
Jesúm Krist — gera þau hæf
til þess að axla þá ábyrgð,
sem á þeim hvílir, er þau taka
við þeim arfi, sem við hin eldri
höfum búið þeim.
Með því að óska Æskunni
allra heilla á merkum tíma-
mótum, veit ég að með því er
ég einnig að búa í haginn fyrir
æsku þessa lands og auka á
möguleika hennar til vænlegri
þroska en ella.
Þórir S. Guðbergsson,
rithöfundur.
Wenn ich in ÆSKAN lese,
das Grimur Engilberts mir
freundlicherweise immer
noch zusendet, suche ich oft
nach einem vergleichbaren
gehaltvollen Blatt in anderen
Lándern, habe es aber bisher
nicht gefunden. Darauf kön-
nen die Herausgeber stolz
sein.
Ich gratuliere aber nicht
nur ÆSKAN herzlich zum 80.
Geburtstag, sondern auch
den islándischen Kindern
und jungen Menschen, dass
es in ihrem Lande ein so un-
terhaltendes und bildendes
Blatt fur sie gibt. Fur besond-
ers wertvoll halte ich die arti-
kel úber andere Lánder und
die Reisen dorthin, weil sie
die Verstándigung zwischen
den Völkern fördern und der
Sache des Friedens dienen.
Karl Rowold,
Botschafter a. D.
der Bundesrepublik,
Deutschland.
Þegar ég les Æskuna, sem
Grímur Engilberts er svo vin-
samlegur að senda mér, leita
ég oft að sambærilegu blaði í
öðrum löndum, en það hef ég
ekki fundið. Vegna þessa
getur útgefandinn verið stolt-
ur.
Ég óska ekki einungis
Æskunni hjartanlega til ham-
ingju með 80 ára afmælið,
heldur einnig íslenskum
börnum og unglingum, sem fá
útgefið. í landi sínu svona
skemmtilegt og myndauðugt
blað. Sérstaklega tel ég mik-
ilsvirði greinar um önnur lönd
og - ferðalög þangað sem
stuðla að auknum skilningi og
friði milli þjóða.
Karl Rowold,
fyrrv. ambassador
Sambandslýðvelsisins
Þýskaland.
Karl Rowold.
Mér er það mikið ánægju-
efni að bjóðast tækifæri til aö
senda Æskunni þakkarkveðj-
ur á áttatíu ára afmæli henn-
ar.
Æskan er eina og jafnframt
besta og fjölbreyttasta barna-
og fjölskyldublað landsins
síðan Unga ísland leið, og er
það ekki hvað síst að þakka
ritstjóranum, okkar ágæta
Grími Engilberts. Þau geta
hvorugt án annars verið.
Ég er ekki aðeins þakklátur
Guðrún Jacobsen.
lesandi tímarits, sem höfðar til
hins skásta í okkur öllum, sem
lesum það, heldur er ég líka
þakklátur rithöfundur, en um
nokkurra ára skeið birtust
eftir mig nokkrar jólasögur í
Æskunni, er síðan voru valdar
til útgáfu í Danmörku.
Ég óska Æskunni og öllum
þeim sem að henni standa
langra lífdaga.
Guðrún Jacobsen,
rithöfundur.
ÆSKAN hefur í 80 ár brýnt fyrir hinum ungu ies-
endum sínum að sýna mönnum og málleysingjum
umburðarlyndi og hvatt þá til að lifa í friði svo sem
góðum grönnum sæmir.