Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 5
Eftir Björnstjerne Björnson M aður sá, er hér verður sagt frá, var ríkastur í sókn sinni. Hann hét Þórður frá Efra-Ási. Dag nokkurn stóð hann í skrifstofu prestsins, hárog alvarlegur. — Ég hef eignast son, sagði hann, og vil að hann verði skírður. — Hvað á hann að heita? — Finnur, eftir föður mínum. — Og skírnarvottarnir. Þeir voru nefndir, og það voru helstu menn og konur byggðarinnar úr ætt mannsins. — Var það annars nokkuð? spurði presturinn, hann leit upp . . . Bóndinn þagði stundarkorn. — Annars var það ekkert. Bóndinn handlék húfuna, eins og hann væri á förum. Þá stóð presturinn upp. — Það er aðeins eitt ennþá, sagði hann og gekk til Þórðar, tók' í hönd hans og horfði í augu honum: — Guð gefi, að barnið verði þér til blessunar! Sextán árum seinna stóð Þórður í stofu prestsins. — Þú heldur þér vel, Þórður, sagði presturinn, hann sá engin aldursmörk á honum. — Ég ber heldur engar sorgir, svaraði Þórður. Presturinn þagði við þessu, en stuttu seinna spurði hann: — Hvert er erindi þitt í kvöld? — I kvöld kem ég vegna sonar míns, sem á að fermast á morgun. — Hann er efnilegur piltur. — Ég vildi ekki greiða prestinum, fyrr en ég vissi, í hvaða röð hann.yröi í kirkjunni. — Hann verður fyrstur í röðinni. — Rétt er það — og hér eru tíu dalir til prestsins. — Var það annars nokkuð? spurði presturinn, hann horfði á Þórö. — Annars var þaö ekkert. Þórður fór. Aftur liðu átta ár, og þá heyrðist dag nokkurn hávaði fyrir utan stofu prestsins. Margir menn voru á ferð og Þórður í fararbroddi. Presturinn þekkti hann strax aftur. — Þú kemur mannmargur í kvöld. — Ég vildi biðja um. lýsingu fyrir son minn, hann ætlar að giftast Katrínu úr Stóru-Hlíð, dóttur Guðmundar, sem hér er staddur. — Það er ríkasta stúlka sveitarinnar. — Svo segja menn, svaraði bóndinn, hann strauk upp hárið með annarri hendinni. Presturinn sat stundarkorn eins og hugsandi, hann sagði ekkert, en skrifaði nöfnin í bækur sínar og menn- irnir skrifuðu undir. Þórður lét þrjá dali á borðið. — Ég á bara að fá einn, sagði presturinn. — Ég veit það, en hann er einkasonur minn — vil gjarnan sýna honum sóma. Presturinn veitti peningunum viðtöku. — Það er í þriðja skipti, sem þú stendur hér vegna sonar þíns, Þórður. — En nú hef ég gert skyldu mína gagnvart honum, sagði Þórður, stakk veskinu á sig, kvaddi og fór. Menn- irnir fylgdu á eftir. Hálfum mánuði seinna reru faðir og sonur í góðu veðri yfir vatnið að Stóru-Hlíð til að ræða um brúðkaupið. — Þóftan, sem ég sit á, er ekki örugg, sagði sonurinn og stóð upp til að hagræða henni. í sama bili skrikaði honum fótur, hann baðaði út höndunum, rak upp óp og féll í vatnið. — Taktu í árina! hrópaði faðirinn; hann stóð upp og stakk henni útbyrðis. En þegar sonurinn hafði náð taki á árinni, sleppti hann allt í einu. — Vertu rólegur! hrópaði faðirinn. Hann reri í áttina til sonarins. Þá fjarlægðist hann, leit á föðurinn — og sökk. Þórður ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Hann hélt bátnum kyrrum og starði á staðinn, þar sem sonur- inn hafði sokkið, eins og honum mundi skjóta upp aftur. Nokkrar vatnsbólur komu í Ijós, nokkrar í viðbót, síðan ein stór, sem brast — og vatnið varð aftur spegilslétt. í þrjá sólarhringa sá fólkið föðurinn róa umhverfis sama staðinn án þess að matast eða sofa. Hann slæddi eftir syni sínum. Og að morgni þriðja dags bar leitin árangur og hann bar hann upp bakkana heim til sín. Það hefði vel getað verið liðið eitt ár síðan. Þá heyrði presturinn seint um haustkvöld einhvern bauka við dyrnar frammi í anddyrinu og fálma varlega eftir lokunni. Presturinn opnaði dyrnar og inn gekk hár, boginn maður, magur og hæruskotinn. Presturinn virti hann lengi fyrir sér, áður en hann þekkti hann. Það var Þórður. — Þú kemur seint, sagði presturinn og stóð kyrr hjá honum. — Ó, já, ég kem seint, sagði Þórður. Hann settist niður. Presturinn settist líka, eins og hann biði. Það varð löng þögn. Þá sagði Þórður: — Ég hef dálítió meðferðis, sem ég vil gjarnan gefa til fátækra. Það á að renna í sjóð, sem beri nafn sonar míns. Hann stóð upp, lét peningana á borðið og settist aftur. Presturinn taldi þá. — Þetta er há upphæð, sagði hann. — Það er helmingurinn af andvirði jarðar minnar. Ég seldi hana í dag. Presturinn sat lengi þögull. Hann spurði að lokum af hógværó: — Hvað ætlarðu nú að taka þér fyrir hendur, Þórður? — Eitthvað bétra. Þeir sátu góða stund. Augu Þórðar hvíldu á gólfinu, augu prestsins á Þórði. Þá sagði prestur lágt og stillilega: — Nú hygg ég, að sonur þinn hafi orðið þér til bless- unar. — Já, það hugsa ég líka sjálfur, sagði Þórður. Hann leit upp, og tvö stór tár runnu niður andlit hans. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.