Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 41

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 41
I----------------------------------------------------------- og losnað við Kai Shang og Momulla og nokkra fleiri, er tækifæri gæfist? Þess vegna beið Gústaf. Einhvern tíma gat það skeð, að Momulla og Kai Shang færu á veiðar eða í rannsóknarferð með þremur eða fjórum öðrum. Svíinn braut heilann um, hvernig hann gæti narrað þá, sem hann vildi losna við, svo langt frá skipinu, að ekki sæist til þess. í þessu augnamiði kom hann hverri veiðiferðinni af stað á fætur annarri, en alltaf virtist því hvíslað að Kai Shang, að gæta sín, svo hann veiddi aldrei nema í félagi við Gústaf. Einhverju sinni gekk Kai Shang á eintal við Momulla. Sagði hann þá hinum brúna félaga sínum grun þann, er hann hafði á Svíanum. Momulla vildi þegar hegna svikaranum grimmilega. Kai Shang hafði raunar enga aðra ástæðu til þess að gruna Gústaf, en sína eigin illmennsku; — hann vissi, að í Gústafs sporum hefði hann reynt að fara þannig að. En hann þorði ekki að láta Momulla drepa Svíann, sem var einn fær um að stjórna skipinu. En þeim kom saman um, að ekki sakaði, þótt þeir reyndu að hræða Gústaf til hlýðni við sig, og lagði Momulla af stað í því augnamiði að leita bráðabirgðafor- ingjans. Þegar hann drap á það að leggja straks af stað, bar Gústaf við fyrri viðbárum sínum, — að herskipið væri á sveimi í vegi þeirra og myndi taka þá og varna þeim frekari ferða sem frjálsum mönnum. Momulla hæddist að ótta félaga síns og benti honum á, að enginn maður á nokkru herskipi vissi um uppreist þeirra. Engin hætta væri því á, að grunur félli á þá! „Ónei!“ sagði Gústaf; „Þarna skjátlast þér. Nú ertu hepp- inn að hafa menntaðan mann eins og mig til þess að segja þér til. Þú ert veslings svertingi, Momulla, og þekkir ekki loft- skeyti.“ Momulla stökk á fætur og greip um hníf sinn. „Ég er enginn svertingi," hrópaði hann. „Ég sagði þetta að gamni mmu,'1 flýtti Svíinn sér að segja: „Við erum gamlir vinir, Momulla; við skulum ekki rífast, að minnsta kosti ekki meðan Kai Shang situr á svikráðum og ætlar að stela öllum perlun- um frá okkur. Gæti hann fengið mann til þess að stjórna skipinu, myndi hann jafnskjótt skilja okkur eftir. Héðan vill hann bara komast vegna þess, að hann hefur einhver brögð í huga til þess að losna við okkur.“ „En loftskeytin?“ spurði Momulla. „Hvernig snerta loft- skeytin dvöl okkar hér?“ „Ó, já,“ sagði Gústaf og klóraði sér í höfðinu. Hann var að hugsa um, hvort Momulla mundi vera svo einfaldur að trúa þeirri erkilygi, sem hann ætlaði að hella yfir hann. „Ó, já? Þú serð, að öll herskip hafa útbúnað, sem nefndur er loftskeyta- taeki. Með þeim tala þau við önnur skip mörg hundruð mílur i hurtu og hlusta á allt, sem sagt er á þessum skipum. Þegar nú þið félagar voruð að ná Cowrie á vald ykkar, gerðuð þið Getið þið hjálpað skjaldbökunni að rata rétta leið? talsverðan hávaða og töluðuð hátt saman. Það er enginn vafi á, að þetta herskip hlustaði á allt saman. Kannski þekkja þeir ekki nafn skipsins, en þeir heyrðu svo mikið, að þeir vita, að skipshöfn á einhverju skipi gerði uppreist og drap yfirmenn- ina. Þú sérð því, að þeir munu bíða til þess að rannsaka sérhvert skip, og mig grunar, að þeir séu ekki langt héðan.“ Þegar Svíinn þagnaði, reyndi hann að sýnast hinn rólegasti til þess að vekja ekki grun þess, sem á hlustaði. Momulla sat þegjandi um stund og horfði á Gústaf. Loksins stóð hann á fætur. „Þú ert ljóti lygarinn,“ sagði hann. „Ef þú kemur okkur ekki af stað á morgun, muntu aldrei framar frá tækifæri til þess að Ijúga, því ég heyrði tvo hásetana tala um sín á milli, að þá sárlangaði til þess að reka hníf í þig, og þeir mundu gera það, ef þú héldir þeim degi lengur í þessum hundsrassi.“ „Spurðu Kai Shang, hvort það séu ekki til loftskeyti,“ svaraði Gústaf. „Hann mun segja þér, að þau séu til, og að skipin geti talast við yfir mörg hundruð mílna millibil. Og segðu mönnunum, sem vilja mig feigan, að þeir muni aldrei njóta síns hluta af sjóðnum, því ég sé eini maðurinn, sem geti komið þeim héðan til mannabyggða.“ Momulla fór því til Kai Shangs og spurði hann, hvort til væru tæki, sem skip gætu talast við með langar leiðir. Kai Shang sagði þau til vera. Momulla var i vandræðum, en hann vildi enn komast burtu af eynni og vildi heldur hætta á sjóinn en dvelja lengur. „Bara, að við hefðum einhvern annan til þess að stýra skipinu!" kvartaði Kai Shang. Framh. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.