Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 45
,,Þú hefur perlur og demanta, elsk-
an mín, hvers óskarðu þér þá
frarnar?" kvað skáldið Heine hafa
sagt fyrir 100 árum. Demantar hafa
löngum verið sveipaðirtöfraljóma, og
margar sagnir ganga af þeim. Ind-
verskir demantar voru lengi heims-
frægir og var barist um suma með
peningum, brögðum og slægð.
Demantinn Orloff Ijómaði fyrst lengi
sem auga í indversku guðalíkneski.
Franskur hermaður rændi honum, og
síðar komst hann í eigu Katrínar
Rússadrottningar. Hann vegur 200
karöt. Hinn nafnkunni Kohinoor
vegur 109 karöt og er talinn ævaforn.
Mun hann nú vera geymdur í Tower
kastala í Lundúnum. Þessir dýrgripir
eru Ijósir og tærir, en til eru líka frægir
bláir, grænir og gulir demantar. En ef
þú rækist á hrádemant, mundirðu
sennilega fleygja honum í hugsunar-
leysi, því að hann er gráhvítur og
ósjálegur. Fegurðina öðlast hrá-
demantar, eftir að þeir hafa verið
slípaðir af mestu nákvæmni. Hrá-
demant getur verið milljóna virði.
Talið er, að um 5 tonn hrádemanta
séu árlega grafin úr jörðu. Þeir eru
aðallega slípaðir í Antwerpen og
breytast við það í geislandi skraut-
steina, sem geta skinið í öllum regn-
bogans litum í sterku Ijósi og jafnvel
lýst í myrkri á eftir. Þeir verða raf-
magnaðir við núning.
Demantar hafa hörkuna 10 og eru
harðastir allra steina og þó úr hréinu
kolefni. Tekist hefur að framleiða ör-
smáa demanta. Hrádemantar finnast
hér og hvar í árfarvegum, t. d. í Ind-
landi, Afríku og Brasilíu, en í
ársandinn hafa þeir borist úr djúpum
,,gígum“ frá fyrri jarðöldum, og er
talið, að jarðeldar hafi breytt kolefni í
demanta við geysilegan þrýsting í
jörðu niðri. Auðugustu demanta-
námur nútímans eru í Kimberley
héraði í Suður-Afríku. Er vísinda-
legum aðferðum og véltækni beitt við
námugröftinn á vandlega afgirtu,
vörðu svæði. Er talið, að 250 tonn af
demanta-blámold ,,gíganna“ þurfi að
hreinsa til að fá eitt eða fáein karöt
sem hafði notað of nýjan
við.
dýrgripa. 1 karat er um 0,2 grömm.
Hrádemantar eru notaðir, vegna
hörkunnar, í glerskera, 'slípitæki og
borvélar.
Hinn mikli demantur Cullinan,
3,106 karöt, var klofinn í 9 stykki.
Undirbúningur þess tók nærri 4
mánuði! De Beers félagið í Lundúnum
drottnar mjög á demantasviðinu. Það
heldur sýningarmarkað tvisvar á ári,
þar sem aðeins útvaldir mæta og
þurfa að sækja um aðgang með
góðum fyrirvara. Hugsanlegur kaup-
andi er lokaður inni hjá demantinum,
sem hann rannsakar kannski
tímunum saman til að sannfæra sig
um verðgildið. Þýðingarlaust er talið
að mæta með minna en 10—20
milljónir króna í vasanum! Frægur er
líka demantamarkaðurinn í Ant-
werpen. Grunur leikur á, að
demantanámunum sé haldið leyndum
til að takmarka framboðið. Frægð
demanta er mikil. Við tölum um
kórónudemanta, demantsbrúkaup o.
s. frv.
160 km/t. Hámarksflughraði: 225 km/t. Flugdrægi: 900 km.
Þjónustuflughæð: 3.300 m.
Aðrar athugasemdir: Hvít og rauð.
— Ég vona sannarlega,
að glertryggingin yðar sé í
lagi.
39