Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 37

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 37
Þegar tímar liðu, varð malarinn ákaflega forvitinn og langaði til að sjá dvergana. „Láttu þá eiga sig,“ sagði Katinka. „Annars yfirgefa þeir okkur." En Vilhjálmur gamli varð forvitnari með degi hverjum, og kvöld nokkurt ákvað hann að fela sig bak við hveitipokana í myllunni. Þegar klukkan var tólf á miðnætti, komu allir litlu dvergarnir trítlandi inn um mylludyrnar. Er malarinn sá þá koma, hélt hann niðri í sér andanum, svo að þeir heyrðu ekki til hans. Sá hann, að einn dverganna var í rifnum og slitnum tötrum. Veslingurinn litli, hugsaði malarinn. Honum hlýtur að vera ósköp kalt í þessum tötrum, þegar vindurinn blæs uppi í hólunum. Ég ætla að biðja hana Katinku að sauma handa honum ný föt. Vilhjálmur lét ekkert á sér bæra, fyrr en allir dvergarnir voru farnir. Þá hljóp hann inn til konu sinnar og sagði henni frá því, sem hann hafði séð. „Ég er viss um, að þeir munu hjálpa okkur alla tíð, ef þú saumar ný föt handa þessum litla dverg," sagði hann. Allan daginn sat Katinka við og saumaði svolitla buxur og jakka handa dvergnum. Um kvöldió lagði malarinn fötin hjá brauðsneiðunum, sem þau gáfu dvergunum á hverju kvöldi. Því næst faldi hann sig á bak við hveitipokana til þess að bíða eftir dvergunum og sjá hvernig þeim litla yrði viö. Eftir svolitla stund komu þeir allir trítlandi. Þegar litli dvergurinn í tötrunum sá fínu nýju fötin, klappaði hann saman lófunum og hoppaði til og frá af kæti. En um morguninn hélt hann á burt'með hinum dvergunum, en varð ekki eftir, eins og malarinn hafði búist við.. Malarinn varó fyrir miklum vonbrigðum og hugsaði sér, að hann skyldi nú samt ná íhanh einhvern veginn. Ég ætla að bíða við litlu brúna, því að þar hlýt ég að ná honum, hugsaði hann. Og þegar sólin var að koma upp í austrinu, trítluðu allir litlu dvergarnir að brúnni. I miðjum hópnum var dvergurinn í nýju fötunum. „Ha, há,“ hrópaði malarinn og teygði sig eftir honum. „Þarna náði ég í þig.“ Og hann greip dverginn með annarri hendinni. En rétt í þessu heyrði hann rödd kalla: „Vilhjálmur, Vilhjálmur! Hjálp, hjálp!" Honum heyrðist það vera Katinka, og hann sleppti dvergnum í ofboði og stakk sér í lækinn til þess að bjarga konu sinni. En viti menn! Þetta var alls ekki rödd Katinku, sem hann hafði heyrt. Dvergarnir höfðu leikið svona á hann, og nú buslaði hann í læknum til einskis! Dvergarnir fóru allir að skellihlæja, þegar þeir sáu hann koma rennvotan upp úr læknum. „Farðu heim til þín, Vilhjálmur," sagði litli dvergurinn í nýju fötunum. „Af því að þú ert nú búinn að sjá okkur, getum við ekki lengur komið á hverri nóttu og hjálpað þér. En þar sem þið hafið verið svo góð við okkur, ætlum við alltaf að koma, þegar tunglið er fullt." Og það gerðu þeir líka. Fyrir síðari heimsstyrjöld var það viðburður í bæj- arlífinu hér í Reykjavík, þegar farþegaskip létu úr höfn eða komu til landsins. Mynd þessi er tekin sumarið 1938 er Gullfoss var að láta úr höfn í Reykjavík. Höfundi myndarinnar, J. Ross Browne, verður tíðrætt um það í ferðabókinni um island (Land of Thor), að konur í Reykjavík vinni margvíslega erfiðisvinnu, en karlmenn lifi hóglífi a.m.k. þegar þeir voru ekki á sjón- um. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.