Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 46

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 46
Fallegasti drengurinn 21 ára. Hinn ungi Svíi, Björn Andersen fékk þaö orð á sig að vera heimsins fal- legasti drengur, eftir að hann lék í kvikmyndinni ,,Dauðinn í Feneyjum" fyrir sex árum síðan. Síðan þá hefur lítið sem ekkert heyrzt frá hinum fagra sveini. Björn er nú orðinn 21 árs gamall og nýjustu fregnir herma, að hann hafi tekið að sér hlutverk í kvik- mynd nú á dögunum. Kvikmynd sú mun eiga að gerast í kringum 1950, þar sem Björn leikur pilt, sem lifir í dagdraumum. Er Björn er spurður um álit sitt á þeim orðróm sem gekk um fegurð hans eftir að hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, aðeins 15 ára gamall, hristir hann bara höfuðið og segir: ,,Þetta var allt of mikið fyrir strák á mínum aldri — það eyðilagði æsku mína“. 15 ára. Þú getur búið til skipslíkan Ef þú hefur gaman af skipum og ert svo heppinn að eiga heima nálægt einhverri höfn, getur þú gert líkön af skipunum, sem þú sérð í höfninni. Líkönln eru búin til úr pappakössum, pappírs- ræmum, venjulegum pappír og límpappír. Límpappírínn getið þið keypt í rúlium í næstu ritfangabúð, hann er brúnn og límborinn á annarri hliðinni. Pappakassinn þarf að vera aflangur og úr honum er miðhluti skipsskrokksins gerður. Hinir hlutar skipsins eru svo byggðir við hann. Úr öðrum kassa eru klipptar breiðar papparæmur og úr þeim búinn til fram- og afturstafn, með því að líma þær fastar við hliðarnar (Sjá mynd I). Yfirbygging og brú er búin tii úr litlum öskjum. Möstrin eru gerð með því að rúlla saman pappírsörk, svo úr hennl verði rör. Rörið er límt saman með lím- pappírnum og möstrunum svo stungið niður í göt, sem gerð eru á yfirbygginguna og þilfarið. Reykháfarnir eru úr karton eða pappírsrörum. Loks er pappír límdur jafnt og fallega yfir allt skipið, svo að öll samskeyti hverfi og það verði sterkara. Þegar límið er orðið vel þurrt, er hægt að mála sklpið með olíumálningu. Það verður svo sterkt, að það getur jafnvel þolað vatn, ef málningin hefur lokað vel öllum samskeytum. Margir vilja þó heldur hafa þau ein- göngu til skrauts. Kaupandinn: Hvernig datt yður í hug að senda mér svona afleita hænu? Kaupmaðurinn: Afleita hænu? Ég veit ekki betur en að hún hafi fengið 1. verðlaun á alifuglasýning- um 6 ár í röð. — Dálítið beturtil hægri — þakka þér fyrir — það er einmitt þarna, sem mig klæjar! 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.