Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 11

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 11
UM HÖFUND OG TILDRÖG SÖGUNNAR Gísli Þór Gunnarsson er fæddur á gamlársdag 1958 í borginni Champaign, lllinois, U.S.A. Eftir eins árs dvöl í lllinois flutti fjölskylda hans til Berkeley í Kaliforníu þar sem faðir hans vann að doktorsritgerð um vatnsafls- fræði. Þegar Gísli var þriggja ára flutti fjölskylda hans alfarin til íslands. Hann hljóp yfir leikskólann og fór belna leið í barna- skólann. — Mér gekk illa að læra lestur, segir hann. — Ég lærði ekki stafrófið, heldur lærði ég utan að það sem móðir mín las með mér. Það rættist þó úr þessu og var ég sílesandi upp frá því. Ég hafði þann eiginleika að geta séð sjálfan mig í hlutverki aðalpersónunnar og upplifði ég þannig ótal lífsreynslur. — Bítlaæðið fékk ég ekki fyrr en Bítlarnir sjálfir höfðu hætt störfum. Allir mínir peningar fóru í hljómplötur og popprit á tímabili. Sumarið eftir gagnfræðaskólapróf stofnaði ég hljómsveit sem skemmti aldrei neinum öðr- um en köttum og krökkum, sem stálust til að hlusta á æfingar sem fóru fram í loftlausum bílskúr. — Hugmyndina að sögu minni „Leynihellinum“ fékk ég fyrir einu og hálfu ári, er ég gekk meðfram Vífils- staðavatninu. Hrönnuðust upp hjá mér minningar frá þeim tímum sem maður gekk með leynilögreglugrillur. Ég og vinir mínir létum okkur oft dreyma um alls kyns ævintýri sem aldrei rættust. Mér fannst tími til kominn að láta þessa drauma rætast, þó ekki væri nema í sögu. „Leynihellirinn" er skáldsaga, en þó er stuðst við raun- verulegar persónur og staðhætti eins og þeir gerast í Garðabæ og nágrenni. Ekki er hægt að bera mér það á brýn að ég þekki ekki staðhætti, því ég hef búið í Garðabæ í fimmtán ár. Það er enginn æðri tilgangur með þessari sögu annar en sá að einhver hafi gaman af henni. Sagan er skrifuð í strjálum frístundum frá skólastarfi og gekk ég gjarnan upp í Heiðmörk þar sem hluti sög- unnar gerist, settist í laut og skrifaði af kappi. Miðsumars 1976 fór ég til Kaliforníu sem skiptinemi. Þar hélt ég áfram starfinu og skrifaði gjarnan undir ber- um himni í einhverjum skemmtigarðinum. Einn brennheitan vordag hjólaði ég upp í sveit og fann mér vinalegan stað við á eina. Friðsælar beljur störðu á mig með sömu heimskulegu forvitninni og ættingjar þeirra heima á Islandi viðhafa. Ég setti mig í stellingar og tók að skrifa af einbeitni. Allt í einu heyri ég ógnandi rödd segja: — Kypjaðu þig burt af landareign minni. Ég leit upp og sá ófrýnilegan bóndakurf miða byssu á mig. — Af hverju má ég ekki vera hérna? spurði ég alsak- laus. — Þetta er rnift land og ég vil ekki að þú sért að trufla kýrnar, sagði bóndinn illur. — Því fer fjarri að ég sé að trufla beljurnar, svaraði ég. — Það má miklu frekar segja að þær trufli mig. Bóndinn var þrjóskur og engu tauti við hann komandí svo ég varð að hypja mig brott. Þennan sama dag klár- aði ég söguna í almenningsskemmtigarði. Þér, lesandi góður, óska ég góðrar skemmtunar við lestur sögunnar. Mundu bara að ævintýri Kalla feita og vina hans gætu allt eins komið fyrir þig, því lífið sjálft er ævintýri ef þú hefur augun opin. var að koma upp um afbrotamenn. Þar sem þeir höfðu ekki komist í tæri við neina glæpamenn hingað til, þá höfðu þeir látið sér nægja að ræna rabarbara og rófum úrgörðum nágrannanna. Sólin var að setjast, þegar strákarnir höföu lokið við að ræða fram og aftur um hvernig flekinn ætti að vera. Þá heyrðist ægilegt gól: — Jón! Jón! Farðu strax heim að borða! öskraði móðir Kalla. — Mamma þín var að hringja og hún vill fá þig heim eins og skot. — Alltaf þarf ma-maður að fara þegar maður er að gera eitthvað skemmtilegt, kvartaði Nonni gremjulega og rölti silalega í átt að götunni. — Sé þig á morgun í hellinum, kallaði Kalli á eftir Nonna, sem var að hverfa úr augsýn. TÖFFARAFÉLAGIÐ í HRAUNINU Þegar búið var að fara yfir lækinn var maður kominn í Svínahraun. Það eina merkilega við lækinn var að 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.