Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 6
KVEÐJUR TIL ÆSKUNNAR AFMÆLISKVEÐJA TIL ÆSKUNNAR FRÁ STÓRGÆSLU- MANNI Barnablaðið Æskan á 80 ára afmæli á þessu ári. Ég hef mér til dundurs og ánægju verið að blaða ígömlum blöðum hennar að undanförnu. Mér er til efs að á öðrum stað sé saman safnað betra og fróðlegra efni fyrir börn og unglinga í gervöllum bók- menntum okkar. í Æskuna hafa skrifað flestir bestu rithöf- undar okkar og þýtt efni hefur ætíð verið mjög fjölbreytt. Ég vil þakka núverandi ritstjóra, Grími Engilberts, og framkvæmda- stjóra, Kristjáni Guðmundssyni, fyrir gott samstarf. Það er unglingareglunni mikill styrkur að eiga aðgang að eins vin- sælu barnablaði og Æskunnl. Það er skylda hvers íslendings sem vill vinna að menningarmálum að auka útbreiðslu hennar. Hilmar Jónsson, stórgæslumaður. Margs er að minnast á merkum tímamótum. Margar minningar þjóta gegnum hugann, er ég hugsa til æskuáranna og þess tíma, er Barna- og unglingablaðið Æskan var eins og hluti af heimili okkar. Það var eins og hátíð í hvert skipti, sem Æsk- an kom inn á heimilið. Ekki er það þó ætlun mín með þessum fáu línum að rifja upp gamlar minningar, heldur ætla ég fyrst og fremst að óska Æskunni og forráða- mönnum hennar til hamingju á merkum tímamótum. Islenska er auðugt mál, ís- lensk tunga er af mörgum sögð erfið. Hvað um það, hún er fögur og þess virði að halda henni vel við og leggja ríkulega áherslu á hana á hvaða vettvangi sem er. Æskan er framtíð landsins og getur þýtt tvennt: Æskan — og lesefni barna. Fáum er það sennilega Ijóst, hvað barnablað eins og Æskan getur örvað og hvatt börn til lestrar og könnunar á bókum, blöðum og tímaritum. Fáum er það sjálfsagt Ijóst, hvað Æskan hefur í raun haft mikil áhrif á mörgum heimil- um og hjálpað foreldrum og forráðamönnum barna til þess að auka við orðaforða barnanna, stuðla þannig að málþroska þeirra og víkka sjóndeildarhring þeirra — og jafnvel að koma í veg fyrir seinan lesþroska. Mál hefur mikil áhrif á þroska barna og um það ætla ég ekki að fjölyrða hér. En barnablaðið Æskan hefur mikil áhrif á þessu sviði og gegnir mikilvægu hlutverki, hún fyllir þar skarð, sem ann- ars væri sennilega autt. Og á tímum þar sem foreldrar og forráðamenn eiga sífellt í meiri vanda með að velja og hafna lesefni fyrir börn, hefur Æskan í ríkum mæli boðið upp á fjölbreytilegt efni fyrir börn og unglinga, svo að með eindæmum þykir. ÆSKAN er hægt hugfang barnsins og foreldrum ágætt tæki. Með útgáfu ÆSKUNNAR um 80 ára skeið hefur þjóðnýtt menningar- og mannbótastarf verið unnið. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.