Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Síða 6

Æskan - 01.01.1979, Síða 6
KVEÐJUR TIL ÆSKUNNAR AFMÆLISKVEÐJA TIL ÆSKUNNAR FRÁ STÓRGÆSLU- MANNI Barnablaðið Æskan á 80 ára afmæli á þessu ári. Ég hef mér til dundurs og ánægju verið að blaða ígömlum blöðum hennar að undanförnu. Mér er til efs að á öðrum stað sé saman safnað betra og fróðlegra efni fyrir börn og unglinga í gervöllum bók- menntum okkar. í Æskuna hafa skrifað flestir bestu rithöf- undar okkar og þýtt efni hefur ætíð verið mjög fjölbreytt. Ég vil þakka núverandi ritstjóra, Grími Engilberts, og framkvæmda- stjóra, Kristjáni Guðmundssyni, fyrir gott samstarf. Það er unglingareglunni mikill styrkur að eiga aðgang að eins vin- sælu barnablaði og Æskunnl. Það er skylda hvers íslendings sem vill vinna að menningarmálum að auka útbreiðslu hennar. Hilmar Jónsson, stórgæslumaður. Margs er að minnast á merkum tímamótum. Margar minningar þjóta gegnum hugann, er ég hugsa til æskuáranna og þess tíma, er Barna- og unglingablaðið Æskan var eins og hluti af heimili okkar. Það var eins og hátíð í hvert skipti, sem Æsk- an kom inn á heimilið. Ekki er það þó ætlun mín með þessum fáu línum að rifja upp gamlar minningar, heldur ætla ég fyrst og fremst að óska Æskunni og forráða- mönnum hennar til hamingju á merkum tímamótum. Islenska er auðugt mál, ís- lensk tunga er af mörgum sögð erfið. Hvað um það, hún er fögur og þess virði að halda henni vel við og leggja ríkulega áherslu á hana á hvaða vettvangi sem er. Æskan er framtíð landsins og getur þýtt tvennt: Æskan — og lesefni barna. Fáum er það sennilega Ijóst, hvað barnablað eins og Æskan getur örvað og hvatt börn til lestrar og könnunar á bókum, blöðum og tímaritum. Fáum er það sjálfsagt Ijóst, hvað Æskan hefur í raun haft mikil áhrif á mörgum heimil- um og hjálpað foreldrum og forráðamönnum barna til þess að auka við orðaforða barnanna, stuðla þannig að málþroska þeirra og víkka sjóndeildarhring þeirra — og jafnvel að koma í veg fyrir seinan lesþroska. Mál hefur mikil áhrif á þroska barna og um það ætla ég ekki að fjölyrða hér. En barnablaðið Æskan hefur mikil áhrif á þessu sviði og gegnir mikilvægu hlutverki, hún fyllir þar skarð, sem ann- ars væri sennilega autt. Og á tímum þar sem foreldrar og forráðamenn eiga sífellt í meiri vanda með að velja og hafna lesefni fyrir börn, hefur Æskan í ríkum mæli boðið upp á fjölbreytilegt efni fyrir börn og unglinga, svo að með eindæmum þykir. ÆSKAN er hægt hugfang barnsins og foreldrum ágætt tæki. Með útgáfu ÆSKUNNAR um 80 ára skeið hefur þjóðnýtt menningar- og mannbótastarf verið unnið. 4

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.