Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 4
JÓHANN ÖGMUNDUR ODDSSON ALDARMINNING Arið 1927 tók Jóhann að sér af- greiðslu og framkvæmdastjórn barnablaðsins Æskunnar og gegndi því starfi til ársins 1961. Á þessu tímabili óx kaupendafjöldi Æskunnar mjög mikið. Árið 1930 hóf Æskan að gefa út barna- og unglingabækur, og á þeim tíma sem Jóhann starfaði við Æskuna, gaf hann út á annað hundr- að bækur. Árið 1939 jók Jóhann enn við starfssvið Æskunnar með stofnun bóka- og ritfangaverzlunar Æskunn- ar, sem síðan hefur verið rekin af blaðinu. Jóhann var meðlimur Góð- templarareglunnar og starfaði þar mjög mikið og meðal annars var hann stórritari Stórstúku íslands um 35 ára skeið. Sæmdur var hann hinni ís- lensku fálkaorðu fyrir félagsmála- störf. Allt sem Jóhann tók að sér að gera var vel unnið, og ekkert spurt aö því hvenær vinnudagur hæfist eða hve- nær hann endaði. Jóhann var alla tíð mikill dýravinur, og var einn þeirra, sem stofnuðu Dýraverndunarfélag (s- lands árið 1914. Hann annaðist af- greiðslu Dýraverndarans fyrstu árin, sem hann kom út. Jóhann var vel pennafær og skrifaði margar greinar í blöð um dýrin, og var þá oft ekki myrkur í máli þegar hann var að berj- ast fyrir þessa mállausu vini sína, dýrin. Jóhann Ögmundur Oddsson var fæddur í Oddgeirshólum í Flóa 12. febrúar 1879 og andaðist 25. október 1964. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir og Oddur Ögmundsson bóndi. Kvæntur var Jóhann Sigríði Halldórsdóttur frá Stokkseyrarseli. Hún andaðist árið 1947. Við settumst niður og fórum að stumra yfir fuglinum. Ósköp gat þetta verið slysalegt og leiðinlegt. Hvernig áttum við að fara að þessu? Blessaður fuglinn! Hvað áttum við að gera við hann? ,,Hvað eruð þið að gera, stelpur?" var sagt fyrir aftan okkur. Þetta var Vigga gamla. Hún hafði séð, að við vorum hættar að vinna, og vildi því vita, hvað um var að vera. Við sögðum henni alla málavexti, og skoðaði hún ungann í krók og kring. ,,Það er best að aflífa hann sem fyrst,” sagði hún. Hann er vængbrotinn og meiddur. Það er ekki til neins að láta hann lifa.“ Síðan tók Vigga andarungann og gekk á braut með hann. Ég kallaði til hennar og bað hana þess að láta ungann ekki deyja, eða eitthvað á þá leið. En hún skeytti því ekki. Hún kom til mín aftur eftir litla stund. ,,Blessuð hættu nú að skæla," sagði hún. „Unginn er dauður. Það er óþarfi að gráta yfir því. Þú getur jarðað hann, ef þú vilt. Það er vitleysa að taka sér alla hluti svona nærri. Þú verður víst búin að fella nokkur tárin, garmurinn, þegar þér hefur lærst það, að ekki er gott að ganga grátandi í gegnum lífið. Og stundum er nú ekki svona auðvelt að gera enda á þjáningum þeirra, sem léttúð og gáleysi lama og vængbrjóta." Ég var hætt að gráta og horfði framan í Viggu. Ég skildi auðvitað ekki nema til hálfs það, sem hún var að segja, en vissi aöeins, að það var eitthvað mjög alvarlegt. ,,Svona nú, glókolla mín, hugsaðu ekki meira um þetta. Guð gefi, að þú verðir aldrei fótum troðin." — Og Vigga gamla klappaði á höfuð mér með harðri erfiðishendinni. Ég hafði misst alla ánægju af að nota nýju hrífuna, og gleðin yfir henni var fokin út í buskann eins og fis fyrir vindi. Og um kvöldið, þegar ég var háttuð, rifjaðist þetta upp að nýju. Ég fór að hugsa um fuglinn, sem aldrei fékk að hefja vængi sína til flugs, vængina, sem hefðu getað borið hann langt út í víðan bláinn. Gat það verið, að hann ætti ekki að lifna á ný og fljúga frjáls út um höf og lönd? Og ég bað til guðs, að hann fengi að lifa. Loksins sofnaði ég út frá þessu. En svefninn og draumurinn, sem stundum lætur heitustu óskir og dýr- ustu þrár olnbogabarnanna rætast, óskirnar og þrárnar, sem ívökunnierufjötraðarþeim Gleipni.sem eigierunnt að slíta, hann sem gerir smaladrenginn að kóngssyni og sveitarliminn að víðfrægum listamanni, megnaði ekki að drepa á dreif þessum hugsunum, er höfðu rist svo djúpt í barnssál mína. Mig dreymdi, að ég þóttist vera stödd í stórum garði með háum veggjum umhverfis, og allt í kring um mig var krökkt af hálfdauðum fuglum, svo að ég gat varla þver- fótað. En hið allra versta var þó, að ég vissi, að allir þessir fuglar voru lítil börn, drengir og telpur í álögum, sem illgjarnar stjúpur eða vondir menn höfðu farið þannig með, og ég bjóst við þvíá hverri stundu, að þannig mundi einnig fara fyrir mér, ef mamma kæmi ekki eða einhver annar, sem rétti mér hjálparhönd. Og í miðjum garðinum stóð Vigga gamla og talaði eitthvert tungumál, sem ég skildi ekki. Margrét Jónsdóttir, rithöfundur. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.