Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 7
”Æskan“ hefur alltaf veriö st°lt Reglunnar. Þetta mynd- ar|ega barna- og unglinga- blaö 3 ekki sinn líka á Norð- Ur|öndum. Þar hafa barna- löö þrifist heldur illa vegna ^yndablaða sem mörg eru 9efin þar út. En hvaöa efni flytur blaðiö? að flytur fyrst og fremst Sö9ur og ævintýri. En sögur °9 ævintýri eru vinsælt lesefni arna. Og yfirleitt flytur ”Æskan“ vandað lesefni, sögur sem hafa siðrænan °ðskap og glæða góða eig- ^uleika í brjósti æskunnar. Ævintýrin auka ímyndunar- aflið og lyfta huga barnanna uPPyfirhversdagsleikann. Nú stendur bókin höllum fæti í samkeppni við aðra fjölmiðla °9 hefur „Æskan“ mikilvægt utverk að kynna börnum 0|una á unga aldri. 1 ölaðinu er líka alltaf tals- Vert efni um bindindismál eins °9 eðlilegt er. Þar eru börnin v°ruð við skaðsemi eitur- uautna. Er þess full þörf þar SerTl tóbaksreykingar hafa uukist meðal barna og ungl- '°9a á síðasta áratug og er ^0r9um mikið áhyggjuefni. 'nnig er au|^jn áfengisnautn PJ°ðarböl. Þa flytur hún einnig margar ^saðandi greinar með mynd- a^1' ^a Þáttur blaðsins miðar | ÞV| að auka þekkingu | barna á almennum efnum, sögu landsins, háttum og náttúru þess. Einnig fróðleik um fjarlæg lönd og þjóðir. Þá er þarna oft sagt frá ýmsum merkum mönnum. En nauðsynlegt er að svona gott og áhrifamikið blað standi í nánu sambandi við samtíðina. Ég vildi óska að blaðið væri í meiri tengslum við barnabókahöfunda í landinu og flytti árlega nýjar sögur eftir þá. Að vísu er þetta gert nú, en mætti vera meira. Á þessum tímamótum flyt ég „Æskunni" og ritstjóra hennar bestu heillaóskir með þökk fyrir það efni sem hún hefur flutt æskulýð landsins frá upphafi — í áttatíu ár. Eiríkur Sigurðsson, fv. skólastjóri. Ágústa Björnsdóttir. í tilefni 80 ára afmælisins sendi ég þér, Æska, mfnar bestu árnaðaróskir. Jafnframt þakka ég þér allan þann fróð- leik og skemmtun sem þú hefur miðlað mér allar götur frá því að ég var lítill telpu- hnokki, tæplega læs. Oft hef ég dáðst að því og jafnvel undrast hve vel þér hefur tek- ist að fylgjast með tímanum, á það jafnt við um efnið sem þú flytur og glæsilegt útlit. Þaó má með sanni segja aó þú sért síung og þjóðleg að auki, — og er það von mín og trú að þeim einkennum haldirðu framvegis sem hingað til. Kærar kveðjur, Ágústa Björnsdóttir. % \ Guðmundur Vigfússon. í áttatíu ár hefur barna- blaðið Æskan verið einskonar skóli í tengslum við heimilin í landinu og gegnt mikilsverðu uppeldishlutverki. Blaðið hef- ur flutt börnum og unglingum margvíslegan fróðleik og skemmtiefni og sviðið sem það hefur helgað sér verið býsna víðfeðmt. Útgefendur og ritstjórar Æskunnar eiga miklar þakkir skildar fyrir hugkvæmni, úthald og dugn- að við að gefa út og ritstýra fjölbreyttu æskulýðsblaði með menningarlegu yfir- bragði í átta áratugi. En það sem mestu varðar er framtíð Æskunnar. Allir vinir hennar hljóta að óska henni áframhaidandi þroska og síaukins gengis á ókomn- um árum. Barna- og ungl- ingablað sem setur markiö hátt hefur jafnan nægum verkefnum að sinna. Nýir tím- ar með nýjum viðhorfum færa að höndum ný áhugasvið og ný verkefni sem Æskan mun láta sig varða og sinna undir vökulli og dugmikilli ritstjórn og útgáfustjórn. Þar munu haldast í hendur vaxandi kröfur lesenda um enn fjöl- breyttara og betra blað og góður vilji aðstandenda blaðsins til að mæta þeim kröfum með efnismeira og fjölbreyttara blaði. Þjóðin öll stendur í mikilli þakkarskuld við þetta vand- aða og menningarlega æsku- lýðsblað sem hefur í átta ára- tugi staðið af sér alla erfið- leika og er nú eitt útbreidd- asta rit landsins. Ég óska ís- lenskum börnum og ungling- um til hamingju með afmælis- barnið. Æskunni sjálfri óska ég góðs gengis og bjartrar framtíðar á þessum merku tímamótum. Guðmundur Vigfússon, fv. borgarfulltrúl. Vladimir Jakúb. Kæra Æska! Ertu orðin 80 ára? Nei, það er ekki hægt. Alltaf ungleg og falleg, hress og fjörug. Fyrir okkur, kennara og stúdenta, sem læra hið fallega íslenska tungumál í útlöndum, ertu glæsilegur fulltrúi þess, við hlökkum stöðugt til að fá að lesa hvert nýtt blað og við er- um alltaf vissir um að það verður fróðlegt og fjölbreyti- legt að efnisinnihaldi, spenn- andi og skemmtilegt. Við sendum þér, kæra Æska, okkar bestu hamingju- óskir í tilefni afmælisins og vonum að þú mundir halda áfram að gleðja okkur með ágætu og fróðlegu lesefni um ókomin ár. Vertu ævinlega ung og fögur! Kær kveðja, Vladimir Jakúb, prófessor Háskóla Moskvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.