Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 8

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 8
Andrea Oddstelnsdóttir. Um leið og ég árna Æsk- unni heilla á þessum merku tímamótum vonast ég til að hún haldi áfram eftirleiðis að vera það sama leiðarljós í fé- lagslegu, uppeldislegu og menningarlegu tilliti, eins og hún hefur verið síðustu átta áratugi. Æskuna ættu sem flestir að lesa, enda svíkur sú lesning engan velþenkjandi íslending. Andrea Oddsteinsdóttir. og bókum hellt úr þeim á gólfið. í þeirri hrúgu var margt forvitnilegt, en ekkert held ég hafi glatt barnshuga minn meir en Barnablaðið Æskan. Því langar mig að óska henni góðs gengis er hún fyllir átt- unda áratuginn, um leiö og ég þakka henni ógleymanleg kynni fyrr og síðar. Undir rit- stjórn Gríms Engilberts finnst mér Æskan bókstaflega hafa yngst með ári hverju enda hefur hann stýrt henni með myndarskap og verksýni á mestu byltingartímum í ís- lenskri blaðaútgáfutækni. Kæra Æska, lifðu heil, ávallt glæsileg, fróðleg og skemmtileg. Sigurður Skúlason, magister. Siguröur Skúlason. Skemmtllegar bernsku- minningar eru tengdar komu póstsins sem barst okkur úr Reykjavík austur í Biskups- tungur einu sinni í mánuði. Það fannst mér mikill við- burður í fásinninu að vetrar- lagi. Töskur voru bornar inn í baðstofu og bréfum, blöðum Guðmundur Jónsson. Þegar ég var ungur fannst mér að ekkert barnablað gæti verið betra en „Æskan". Nú er ,,Æskan“ enn stærri, fjöl- breyttari og glæsilegri en þá var. Ef nokkurt barnablað er betra en ,,Æskan“ var fyrir hálfri öld, þá er það ,,Æskan" í dag. Ég sendi þessu ágæta blaði, ritstjórn þess og les- endum bestu kveöjur með þeirri ósk að ,,Æskan" megi um ókomin ár halda áfram að veita íslenskum börnum margskonar fróðleik og holla gleði. Guðmundur Jónsson, söngvari. Arngrímur Sigurðsson. Á þessum tímamótum í sögu Æskunnar er mér Ijúft að verða við beiðni ritstjórans um að láta í Ijós álit mitt á nauðsyn og nytsemi íslensks barnablaðs. Satt að segja hef ég ekki séð Æskuna reglulega nema seinustu 13 árin, en það er miklu lengra síóan ég heyrði á hana minnst. Þegar ég var barn, var þess ekki kostur á heimiii mínu að kaupa áskrift að tímaritum. Barnabækur voru gefnar á jólunum. Þegar þær bækur höfðu verið lesn- ar, varö að leita til Bæjar- bókasafns Reykjavíkur við Ingólfsstræti. Þangað kom ég oft, ýmist einn eða í fylgd Ing- veldar móðurömmu minnar, en hún las mikið bækur sem fjölluðu um andatrú og lífið eftir dauðann. Hún var góð og trúuð kona. Svo að ég víki aftur að barnablöðunum, sem ég sem barn þekkti ekki af eigin raun, hef ég heyrt svo mikiö og vel um þau talað, að ég hlýt að draga þá ályktun, að þau hafi verið kærkomið og hollt lestr- arefni sem mikið gildi hafði fyrir uppvaxandi kynslóð. Á þeim tímum sem við nú lifum, álít ég að barnablöð og raunar hvers konar unglinga- blöð með mannbætandi frí- stundaefni séu afar mikilvæg. Frítími jafnt fullorðinna sem Ibarna er nú meiri en áður, og sýnist mönnum reyndar sitt hvað um þá þróun. En hvort sem frítími er mikill eða lítill, hlýtur það að skipta miklu máli, hvernig honum er varið. Ég tel það ekkert vafamál, að það sé mikil þörf fyrir mynd- arlegt, uppbyggilegt barna- og unglingablað á íslandi. í þessu sambandi hljóta augu almennings að beinast að Æskunni. Vegna aldurs síns Iog útbreiöslu hefur þetta barnablað mesta möguleika til að gegna góðu og þakkar- verðu hlutverki. Þótt það sé auðvitaö góður siður á tylli- Idögum að fara fögrum orðum um afmælisbarnið, þá er það í góðri meiningu gert að benda á, að Æskan þarf að gera átak í því að laða að sér starfs- krafta, sem geta séð blaðinu fyrir eftirsóknarverðu efni. Af Inógu er að taka. Það verður líka að vera svigrúm til að koma efninu til skila á mynd- arlegan hátt. Vitanlega verður að sýna sparsemi og aðgæslu við þennan rekstur sem ann- an, en svo má of fast um halda, að það bitni fyrr eða síðar á blaðinu sjálfu. Þetta ber að forðast. Að endingu óska ég Grími Engilberts ritstjóra og Krist- jáni Guðmundssyni fram- kvæmdastjóra, svo og starfs- 1 fólkinu öllu, til hamingju á af- mælinu. Ég óska þess, að Æskan haldi áfram að koma i út enn myndarlegri og eftir- j sóknarveróari en áður. Arngrímur Sigurðssori- o Blað, sem nýtur vinsælda fólks á öllum aldri, er vel úr garði gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.