Æskan - 01.02.1979, Qupperneq 10
ÆSKAN
AKUREYRI
Texti og myndir:
Karl Helgason.
M.
I eð hálfum huga sest ég niður til
að skrifa um Akureyri. Því það? Jú,
verið getur að minningar frá fjögurra
vetra skóladvöl þar flykkist fram í
hugann, læðist milli lína, letrist jafnvel
á blað. Ég kynni til að mynda að lýsa
hástemmdum orðum gullnum bjarma
kvöldsólar, ilminum af nýútsprunginni
björk á vori eða marglitu haustlaufi,
já, eða hinni sérstöku „stemningu" í
,,bæjarferöum“ og bardaganum við
tröppurnar — að hoppa upp kirkju-
tröppurnar á öðrum fæti. . .
Ah, ég vissi að mér myndi verða hált
á þessu . .. hált, já . . . skautasvell á
Pollinum, skíðabrekkur í Hlíöarfjalli
og ...og . . .
Nei, nú verð ég að taka mig á og
hrista af mér minningarnar, fegraðar
af fjarlægð í tíma. Víst var stundum
vitlaust veður og voðalega kalt. Lík-
lega er best að grípa til hins óbrigðula
ráðs til að rýma burtu of mikilli róm-
Gestur Pálsson.
antík — að hugsa til hinna hræðilegu
stunda við skólaborðið; þið vitið,
fyrsta tíma á mánudegi, síðasta tíma á
föstudegi . .. eöa var þá líka kennt á
laugardögum . . . allratíma réttfyrirfrí
og svona undir vorið . . .
Mál er að vakna, Gróa
,,Nú er mál að vakna Gróa", sagði
langafi minn, greip um það er hann
hugði vera rúmstokk og ætlaði að
sveifla sér fram úr. En það var þá ó-
vart borðstokkurinn á báti á miðjum
Breiðafirði — hann hafði lagt sig í
erfiðri ferð — og bátsfélagar hans
gátu með naumindum forðað því að
hann stykki fyrir borð.
Ég tek undir með langafa; mál er að
vakna frá minningunum og hefjast
handa við verkefnið, að skrifa eitt-
hvað um Akureyri sem lesendur
Æskunnar gætu hugsað sér að
glugga í.
8