Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1979, Qupperneq 12

Æskan - 01.02.1979, Qupperneq 12
Úlöf, Sigtryggur og Þórarinn. í, stilli vélina, — það rifar í sól, — hleyp [ ofboði upp í brekku, stúlkurnar raka, ég smelli af myndum og hlamma mér síðan í grasið. Lýsi fjálglega fyrir stúlkunum að þetta sé þeirra tækifæri til að komast í blað, meira að segja svona dáindisvel myndaðar. Spyr þær að heiti. Svandís, Magga, (auðvitað), Gerður og Gunna (það væri nú ann- aðhvort). Þær vinna hálfan daginn hjá bænum. ( dag stjórna þær sér sjálfar því að verkstjórinn — hún vel að merkja — er í Reykjavík. í þeirra flokki eru bara stúlkur. Það á annars varla við að segja bara í þessu sambandi. Hinn helmingur flokksins er við gangstéttalagningu. Nýlega voru þær að hreinsa til við öskuhaugana og „skítalæki". Þær sjá jafnvel um skolphreinsun. Jafnréttið í reynd. Þær AKUREYRI taka þó fram að sú vinna sé svolítið svakaleg og huggulegra sé að vera í heyi og við gróðursetningu. Mér finnst ég hafa unnið fyrir að fá mér í svanginn og sest sæll hjá mínu fólki. Huga þó aðeins að vélinni. Al- máttugur, filman hefur ekki hreyfst, það er auðvitað læsingin, ekki í fyrsta sinn sem hún leikur mig grátt. Eru stúlkurnar farnar? Nei, þær eru rétt að Ijúka, heppinn samt í óheppninni. (Hér hefði að réttu lagi átt að standa klaufaskapnum!) Ég hleyp til þeirra aftur. „Hérna, þið stúlkur, vélin er dálítið vandmeðfarin (allt verður eitthvað að heita), ég er hræddur um að myndirnar hafi mis- tekist," mælti ég......Jú, jú, allt í lagi." Var þaó sem mér sýndist að þær brostu út í annað og vissu upp á mig skömmina? Ég reyni að endurheimta virðing- una, set mig í Ijósmyndaralega stöðu og gríp til Ijósmyndaramáls: ,,Líta að- eins betur upp, ekki of háleitar samt, vera eðlilegri, ekki uppstilltar (ég sem er þó að stilla þeim upp). Svona, stórfínt, tek aðra til öryggis." Var annars einhver aö spyrja um myndirnar? Ég skal segja ykkur að það er af- skaplega erfitt aö mynda við aðstæð- ur sem þarna — brekkan brött, sólin alltaf að skjótast bak við ský, og svo voru stúlkurnar líka að fara. Ég er næstum alveg viss um að miðað við fólksfjölda . . . aðstæður ætlaði ég að segja, voru þær ekki svo mjög hreyfðar — en að vísu alltof mikið til að hægt væri að birta þær. Hér með er fram færö afsökunar- beiðni til oftnefndra stúlkna. Ég var eiginlega búinn að lofa þeim að þetta væri upphafið á fyrirsætuferli þeirra. Við höfnina Ég hélt niður að bátadokkinni við Slippstöðina. Þar hitti ég fyrir Arnar og Reyni sem eiga heima á Eyrinni og eru oft niður við höfn að fylgjast með lífinu þar og veiða. Þeir sögðu að hægt væri að fá smáþorsk og ufsa, stundum sandkola. Ég hafði ætlað mér að mynda ein- ungis unga fólkið. Ég stóðst þó ekki mátið að skella mynd af manni sem Ijóslega var af léttasta skeiði en gekk þó frá báti sínum með léttleik æsku- manns. Gestur Pálsson heitir hann, pípulagningameistari. Hann hefur unnið hjá Byggingavöruverslun Tóm- asar Björnssonar í 55 ár, lengst af að iðn sinni, nú við afgreiðslu. Hann hefur alltaf sótt sjóinn í hjáverkum. Milli 20 og 30 ár veiddi hann síld í beitu fyrir verstöðvarnar við fjörðinn. Það gerði hann að sumarlagi í tvo mánuði á ári. Hann byrjaði smápolli á sjó og rær enn 75 ára gamall, eld- hress eins og það heitir víst þessa dagana. Á aðalbryggjunni sá ég Frissa og Vidda sérkennilega búna. Þeir undu Stefán, Kristján og Vignir. J 10

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.