Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1979, Page 16

Æskan - 01.02.1979, Page 16
 ■■ —————■——■———————-—————.—— Gísli Þór Gunnarsson LEYNIHELLIRINN Dularfullur derhúfudeli Þeir höfðu unnið myrkranna á milli við að smíða flek- ann. Fyrir utan alls kyns sendisveinsstörf sem voru fólgin í því aö stela nöglum og safna korki, þá stóð Nonni litli í því allan daginn að sækja plástur. Hamarinn tók gjarnan hliðarspor í höndum drengjanna og lenti þá gjarnan á óheppnum puttum. Drengirnir stóðu allir í hnapp í kringum flekann og trúðu því varla að smíðinni væri lokið. „Þettaerörugglegaflottasti flekinn í heiminum," sagði Kobbi, enda átti hann mestan heiður af smíðinni. „Hugsið ykkur, nú getum við farið að selja ferðir á flekann," sagði Kalli feiti sjálfum sér samkvæmur og bætti við: „Ein ferð með flekanum mun kosta tíu krónur." „Nei-hei. Vi-við sku-skulum láta hana kosta fimmkall,“ jarmaði Nonni litli. Hann gerði sér engan veginn grein fyrir að hann gæti sjálfur farið ókeypis. Nú fór allt í bál og brand. Allir höfðu þeir mismunandi skoðanir á hvað ferðin ætti að kosta. „Fyrst veröum við nú að koma flekanum á flot,“ sagði Kobbi á sinn hægláta hátt og þá þögnuðu drengirnir loks. Þeir settust ráðþrota á flekann. „Við .getum- bara borið hann,“ stakk Mummi upp á. Hann var þeirra sterkastur. „Ertu vitlaus," gall Kalli feiti við æstur. „Prófaðu bara að lyfta flekanum. Þú gætur örugglega ekki haggað honum." „En ef við berum hann allir sarnan," lagði Kobbi til Girðingartröppurnar þar sem Kalli feiti og Nonni litli skildu við hjólln. málanna. Með miklum erfiðismunum gátu þeir lyft flek- anum upp. „Æ, æ, ó, ó, öxlin á mér!" veinaði Nonni og sleppti takinu áflekanum sen endasentist í grasið. „Þetta þýðir ekkert. Við komum flekanum aldrei upp á Vífilsstaðavatn með þessu móti," sagði Denni langi pirr- aður. „Nonni er svo aumur," bætti hann við illkvittnislega þótt hann sjálfur hefði alveg verið að því kominn að sleppa takinu. Kalli feiti var búinn að fá góða hugmynd svo hann tók stjórnina í sínar hendur. „Strákar! tökum flekann út á götu," sagði hann með skipunartón. Strákarnir hlýddu þó þeir vissu ekki hvað Kalli ætlaðist fyrir. Þegar út á götu var komið stökk Kalli inn í bílskúr og dró gamla kassabílinn sinn út. „Ha, ha, ha. Þú ætlar þó ekki að reyna að flytja flekann á þessu skrapatóli," sagði Denni hæðnislega. Strákarnir hlógu sig máttlausa þegar þeir báru saman stærð flekans og kassabílsins. „En strákar," sagði Kalli vonsvikinn, „þið gætuð þó reynt að láta ekki alltaf eins og fífl. Sjáiöi, ef Nonni og Kobbi styðja við flekann, þá geta ég, Mummi og Denni ýtt,“ bætti hann við til skýringar. Þó að það væri lygilegt þá þoldi kassabíllinn þennan þunga án þess að brotna í mél. Sól var tekin að lækka á lofti þegar strákarnir komu loks á áfangastað. Þeir höfðu þurft að ýta flekanum eftir öllum Vífilsstaðaveginum, fram hjá Berklaspítalanum og þá blasti Vífilsstaðavatnið við umlukið lágum, nöktum hæðardrögum. „Allir um borð!" hrópaði Kalli um leið og flekanum var stjakað út á vatnið. Þegar flekinn var kominn á meira dýpi, tók hann að síga ískyggilega. Það var auðséð að flekinn þoldi ekki fimm farþega. „Vi-við e-erum að sö-sökkva,“ stamaði Nonni skelfdur. „Já, það verður einhver að fara af flekanum," sagði Denni langi. „Þú ert nú svo feitur að það þyrfti að henda svona eins og tveim Kobbum til að þaó jafnaðist á við þig,“ sagði Denni langi glottandi. „Þú ert asni!" hrópaöi Kalli og réðst á Denna sem átti sér einskis ills von og áður en þeir vissu af ultu þeir af flekanum og ofan í ískalt vatnió. Blautir frá hvirfli til ilja ösluðu þeir til lands. „Hver leyfði ykkur að vera með fleka á vatninu?" 14

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.