Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 17

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 17
r spuröi hryssingsleg rödd. Þegar drengirnir tveir litu upp sáu þeir hvar maður um fertugt með derhúfu og yfir- varaskegg stóð og glápti illilega á þá. ..Það er algjörlega bannað að vera með fleka hér,“ hélt derhúfudelinn áfram strangur á svip. ,,Þið verðið að fara með þennan andskotans fleka eitthvað annað, annars læt ég hirða hann," bætti hann við ógnandi. Drengirnir hríðskulfu bæði af kulda og hræðslu. Þeir komu ekki upp orði, þótt bræöin syði í þeim. ..Ef ég sé ykkur hér einhvern tíma aftur, siga ég lög- r®glunni á ykkur,“ sagöi maðurinn og gekk burt frá skjálfandi drengjunum og hvarf stuttu seinna yfir lágt haeðardrag. ..Djöfulsins frekja í karlinum," sagði Denni loks. ..Það er eins og við séum eitthvað fyrir honum,“ sagði ^alli með umkvörtunartón. ..Það er satt,“ sagði Denni samþykkjandi og var alveg búinn að gleyma nýafstöðnu rifrildi við Kalla, sem átti sök a að þeir stóðu holdvotir við vatnsbakkann. ..Kannski við ættum að fela flekann svo karlinn finni dann ekki,“ lagði Denni til málanna. ..Já, ég veit hvað við gerum," sagði Kalli ákafur. ,,Við skulum þekja hann með sefi þá lítur hann út alveg eins og s'ýgrænn steinn.“ Plekinn kom í þessu að bakkanum. ..Hva-hvaða skrítni kall va-var þetta?“ spurði Nonni forvitinn. Þegar drengirnir sem höfðu tollað á flekanum allan tímann höfðu heyrt alla söguna, hjálpuðu þeir Denna og Kalla við að hylja flekann með daunillum vatnagróðri. Kominn var tími til að fara heim, enda var Kalla og Denna orðið svo kalt af öllu volkinu að tennurnar glömruðu í munninum á þeim. Dularfullt dufl í Vífilsstaðavatni Sólin brosti mót skýjunum og rykbólstrar þyrluðust upp frá sóiþurrkuðum veginum. Drengirnir fimm hjóluðu niður að vatninu sem var geymslustaður flekans. Vífilsstaðavatn er í þjóðgarðinum Heiðmörk og vex ilmandi birki í hlíðunum sem liggja að vatninu. Eitt hæð- ardragið er grátt og illilegt. Það er kallað Gunnhildur eftir einhverri tröllskessu sem var uppi í gamla daga. Banda- menn reistu loftvarnabyrgi á Gunnhildi í stríðinu, því þar er gott útsýni yfir allt Reykjavíkursvæðið. Silfurgrátt Víf- ilsstaðavatnið gaf fögur fyrirheit um spriklandi veiði. Strákarnir voru ákveðnir í því að reyna að veiðasilung. Þeir ýttu flekanum á flot og stjökuðu honum út á mitt vatnið. Kalli var með forláta veiöistöng sem pabbi hans átti, en hinir voru bara með færi. Það voru heldur litlar líkur á að þeir veiddu nokkuð rrleð færunum. Kobbi hall- aði sér niður og horfði ofan í vatnið. ,,Ég sé til botns,“ sagði hann. J 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.