Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1979, Side 18

Æskan - 01.02.1979, Side 18
GETRAUNIR í JÓLABLAÐI Þekkirðu landið? Þessi nöfn komu upp: Ragnar Gísli Kristjánsson, Kirkjubraut 20, Höfn, Hornafirði; Ólöf Sig- urðardóttir, Hrannarbyggð 19, 625 Ólafsfirði; Sæbjörg S. Kristinsdóttir, Eyrarstíg 3, 730 Reyðarfirði; Alfreð Garð- arsson, Eiðum, 611 Grímsey og Eydís Einarsdóttir, Skál- holtsbrautð, Þorlákshöfn. Verðlaunaþraut. Eftirtalin nöfn voru dregin út: Ragnar Jónsson, Kambsseli, 765 Djúpavogi; Eymundur S. Ein- arsson, Sörlaskjóli 50, 107 Reykjavfk; Jóhanna Gunn- laugsdóttir, Höföa, 545 Skagaströnd og Hermína Stef- ánsdóttir, Kirkjuvegi 12, Selfossi. Þyrnirósa. Fyrirfimm bestu lituðu myndirnar hlutu eft- irtalin bókaverðlaun: Aðalheiður Jóhannsdóttir 15 ára, Hverfisgötu 6, Siglufirði; Ásta Þórisdóttir, 11 ára, Skóla- stjórabústaö, Drangsnesi; Hafdís Ósk Viðarsdóttir, 11 ára, Hraunbæ, Djúpavogi; Magnús Sigurðsson, 10 ára, Laugarholti 3A, Húsavík cg Sigurður Kristinsson, Fjarð- arvegi 45, Þórshöfn. ,,Ég líka,“ sagði Nonni. „Sérðu nokkra fiska?" spurði Kobbi spekingslega. ,,Já, þarna er einn,“ sagði Nonni og benti áfjáður á eitthvað sem líktist meira plastpoka en fiski. ,,Nei, vitleysingurinn þinn. Þetta er bara þang," sagði Kobbi þó hann hefði aldrei séð þang neitt líkt þessu. Meðan á þessu samtali stóð brösuðu Kalli feiti og Denni langi við stóru veiðistöngina. Loksins tókst þeim í sameiningu að kasta línunni nokkra metra. ,,Ég er að fá’ann!" öskraði Kalli. „Korniði að hjálpa mér.“ „Djöfull er hann stór,“ sagði Denni ákafur. „Þetta er ekki fiskur,” staðhæfði Kobbi. „Víst, sérðu ekki hvað stöngin bognar,” svaraði Kalli ákveðinn. Það kom í Ijós að hluturinn sem kom upp úr vatninu, líktist alls ekki fiski, heldur svipaði honum meira til sí- valrar klósettrúllu. Hluturinn, eða duflið, var í vatnsþétt- um umbúðum. „Hvaö er nú þetta?" spurði Nonni æstur. „Bíddu, ég ætla að taka utan af því,“ svaraði Kalli og reif umbúðirnar af duflinu. „Það er hvítt duft í keflinu," sagði Kalli er hann var búinn að rannsaka innihaldið. „Ætli þetta sé sprengiefni?" spurði Mummi dularfullur á svipinn. „Kannski, kannski síðan í stríöinu," bætti hann við. „Fa-farðu varlega me-með það, það gæ-gæti spru- ungið," sagði Nonni og var hætt að lítast á blikuna. „Hvernig stendur á því að það er hér í vatninu?" spurði Mummi gáttaður. „Þetta er líklega tundurdufl,” svaraði Kalli. Öll veiðilöngun var horfin út í veður og vind og hers- ingin hjólaði heim á leið. Þeir komu við í hellinum og komu keflinu með hvíta duftinu fyrir í hraunskoru. Kalli feiti sagði frá veiði dagsins við kvöldverðarborðið. Þegar hann sagði frá sprengiefninu, brostu foreldrar hans út að eyrum. Kalla langaði að segja meira, en þá þurfti eldri systir hans að grípa frammí. „Ég fékk 10 í reikningi og landafræði á seinasta prófi," sagði Sigrún systir hans hreykin. „Sko til! Skörp sú litla," sagði pabbi Kalla auðsjáan- lega ánægður með árangur dótturinnar. Svona er það alltaf, hugsaði Kalli dapur. Sigrún fær alla athyglina bara af því að hún er svo dugleg í skólan- um. Hann fékk alveg skítsæmilegar einkunnir, en ekkert samanborið við einkunnir Sigrúnar. Ég vildi að þau gætu séð eitthvað við mig, sagði Kalli við sjálfan sig. Hann skyldi svo sannarlega sýna þeim að hann væri enginn eftirbátur Sigrúnar. „Hvernig gengur þér í skólanum, Kalli minn?" spurði mamma hans, því hún tók eftir að hann var svolítið von- svikinn á svip. „Mér? Mér gengur bara ágætlega," sagði Kalli og horfði niður í diskinn. Hann vissi að hann var ekki að segja satt. Einkunnirnar höfðu verið í lágmarki eftir að hann fór að vera með Töffarafélaginu öllum stundum. Mamma hans sagði ekkert, bara brosti. Kalli mundi eftir að hafa heyrt hana segja við konurnar í götunni að hann væri uppáhaldið hennar, því hann væri svo líkur sér. Sigrún systir hans var alltaf með fýlusvip og nöldrandi öllum stundum. Hún átti enga vini vegna ráðríkis síns. Hann fékk hins vegar lágar einkunnir, en átti marga vini, og það var í sjálfu sér miklu betra. Samt sem áður óskaði hann þess að hann gerði eitthvað sem sýndi fram á að hann væri einhvers nýtur líka. Þá mundu þau kannski taka meira eftir honum. Kalla grunaði samt ekki hvað var í vændum, þegar hann reyndi að sofna um kvöldið. Framh. 16

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.