Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1979, Page 20

Æskan - 01.02.1979, Page 20
VERÐLAUNASAMKEPPNI FLUGLEIÐA OG ÆSKUNNAR 1979 FJÖLSKYLDUBOÐ á ÆSKAN w í tilefni af 80 ára afmæli Æskunnar á þessu ári efna Flugleiðir og Æskan til veglegrar verðlaunasamkeppni, og í þetta sinn eru 1. verðlaun fjögurra daga ferð til Kaupmannahafnar fyrir vinningshafa, for- eldra og eitt systkini. Hér er nýmæli á ferðinni. Fjölskyldan getur í sameiningu notið þess að skoða Kaupmannahöfn, þessa glaðværu borg við sundin. Nú er til mikils að vinna. Sendið svör svo fijótt sem mögulegt er, því dregið verður úr réttum lausnum í maí n. k. Auk Kaupmannahafn- arferðar verða flugferðir innanlands og bækur í verðlaun til þeirra sem hljóta 2.—10. verðlaun. Allir lesendur blaðsins að 15 ára aldri hafa rétt til þátttöku í keppni þessari. Verðlaunin til Kaup- mannahafnar verða dregin út að við- stöddum fulltrúa borgarfógeta. — Svör berist fyrir 15. maí n. k. Nú er til mikils að vinna. Hvaða fjölskylda fær boðið til Kaupmannahafnar, og hverjir fá flugferðir um ísland og góðar bækur? Nú er það í 21. sinn sem Æskan og Flugfélag íslands og nú Flugleiðir, gang- ast fyrir spurningakeppni. Nú er til mikils að vinna! Hvaða fjöl- skylda fer til Kaupmannahafnar? Hverjir fá flugferðir um ísland? Hverjir fá góðar bækur? 5KAN . ol ^ ÆSKAN ^ ÁRA ÆSKAN er áttræð. Það er hár aldur á íslensku tímariti. En á ÆSKUNNI eru engin ellimörk. Blaðið er síungt, fylgist vel með tímanum og heldur aukn- um lesendahópi í æ kröfuharðara þjóðfélagi. 18

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.