Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Síða 23

Æskan - 01.02.1979, Síða 23
ÞINGVELLIR OG NÁGRENNI •’lngvellir. Hjálp í ÞJórsárdal. Gullfoss er kunnasti foss á íslandi, enda einn sá fegursti. Hann er ofar- lega í Hvítá og fellur í tveim þrepum, samtals 32 metra hár, ofan í allt að 70 metra djúpt gljúfur, sem í senn er mjög hrikalegt og fagurt. Geysir er kunnasti goshver í heimi, enda hafa allir aðrir goshverir í heim- inum verið kallaðir eftir honum. Gos úr Geysi hafa náð 40— 60 metra hæð, en lítil virkni hefur verið í honum síð- Álftavatn. ustu árin. Aðrir hverir eru í kringum Geysi og kunnastur þeirra er Strokk- ur. / • Skálholt er einn merkasti sögu- staður á landinu. Þar var biskupsstóll frá 1056 til 1796. Ýmsar gamlar sögulegar minjar má sjá þar ennþá, svo sem jarðgöngin sem lágu forðum milli dómkirkjunnar og bæjarhúsanna og skólans. Framhald. í nóvember s. I. var haldið heims- meistaramót í Master Mind spili í Englandi. (slenskur þátttakandi, ; Tómas Gíslason, stóð sig afburða vel og náði þriðja sæti í keppninni. Mótið, sem er hið fyrsta sinnar tegundar, stóö í tvo daga. Þátttakendur voru ellefu frá jafnmörgum löndum. — Eitt dagblaðanna hafði samband við Tómas og spurði hann um þátttöku hans í mótinu. — Undankeppni var haldin í okt. s. sagði Tómas, en þar kepptu tuttugu roanns. Mér gekk mjög vel, en þetta er fyrsta keppnin í Master Mind, sem haldin er hér á landi. Bretlandsmeist- arakeppni hefur verið haldin nokkrum sinnum, en keppnin í Englandi er fyrsta heimsmeistarakeppnin. — Hvernig gengur Master Mind spilið fyrir sig, Tómas? — í stuttu máli sagt er það þannig, að tveir keppendur spila hvor á móti öðrum. Annar stillir upp kúlum í fjór- |um litum eða færri af sex mögulegum á bak við hlíf — eða skilur eftir eyðu, eina eða fleiri. Hinn getur sér síðan til um uppstillinguna og fær stig hjá andstæðingi sínum fyrir hverja rétta lausn. Tómas Gíslason. NÁÐI ÞRIÐJA S/ETI í KEPPNI — Hvernig var fyrirkomulagi keppninnar í Englandi háttað? — Fyrstu þrjár umferðirnar voru hópkeppnir. Fimm leikir voru í hverri umferð og stig gefin fyrir hverja þeirra. Því næst voru undanúrslitin, en það voru þrír leikir. Þar féllu sjö manns út. Hinir fjórir, sem þá urðu eftir, urðu síðan að keppa innbyrðis til lokaúrslita. Tómas náði 118 stigum í keppninni og lenti í þriðja sæti. Fékk hann gull- styttu og 100 sterlingspund í verð- laun. í fyrsta sæti varð Bretinn John Ser- jeant, sem er 16 ára gamall, með 154 stig. Næst á eftir Tómasi komu kepp- endur frá Nýja-Sjálandi, Ítalíu, Pól- landi, Noregi og Ástralíu. 9HB M 21

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.