Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1979, Side 24

Æskan - 01.02.1979, Side 24
Um kvöldið fór Momulla ásamt tveimur öðrum á veiðar. Þeir héldu suður á bóginn og urðu eigi lítið forviða, er þeir heyrðu mannamál fram undan sér í skóginum. Þeir vissu, að engir þeirra félaga voru í skóginum, og þar eð víst var, að eyjan var óbyggð, lá þeim við að flýja af ótta við drauga, — sálir yfirmannanna af Cowrie, og mennirnir, sem þeir drápu þar, gátu hæglega dvalið þarna. En Momulla var forvitnari en það, hvað hann var hjá- trúarfullur, svo hann bældi niður óttann. Hann benti félögum sínum að herma eftir sér, lagðist á fjóra fætur og skreið hljóð- lega á mannamálið. Allt í einu stansaði hann við lítið rjóður. Hann varp öndinni léttara, því fram undan sér sá hann tvo menn sitja á fallinni grein og tala ákaft saman. Annar var Schneider, stýrimaður af Kincaid, en hinn var háseti, nefndur Smitt. „Ég held, við getum það, Smitt,“ sagði Schneider. „Það væri ekki erfitt að smíða góðan eintrjáning, og þrír okkar gætu róið honum til meginlandsins á einum degi, ef byr væri á og sjólaust. Það er gagnslaust að bíða þess, að mennirnir ljúki svo stórum báti, að allir geti í hann komist, þvi þeir eru þegar leiðir á því að vinna allan daginn eins og þrælar. Það er ekki okkar verk að bjarga Englendingnum. Hann getur séð um sig sjálfur.“ Hann þagnaði um stund, leit svo á hinn til þess að sjá hver áhrif orð hans hefðu, og bætti við: „En konuna getum við tekið. Það væri skömm að því að skilja jafnsnotran kvenmann og hana eftir í slíkri hundaholu og þessi eyja er.“ Smitt leit kíminn upp. „A, já! Stendur hann svona?“ spurði hann. „Því sagðirðu það ekki strax? Hvað hef ég upp úr að hjálpa þér?“ „Hún ætti að borga okkur vel fyrir að flytja hana aftur til manna,“ sagði Schneider, ,,og ég skal segja þér ætlun mína; ég skipti bara við þá tvo, sem hjálpa mér. Ég tek helminginn, en þeir skipta hinum helmingnum á milli sín, — þú og hver sem með þér yrði. Mér hundleiðist hér, og því fyrr, sem ég kemst héðan, því betra. Hvað segir þú?“ „Ég samþykki,“ svaraði Smitt. „Ég veit ekki, hvernig kom- ast á til meginlandsins, og enginn hinna veit það; ég vil því fylgja þér einum, því enginn þekkir nokkuð til skipstjórnar nema þú.“ Momulla sperrti eyrun. Hann hafði nasasjón af öllum tungumálum, sem töluð eru á sjónum, og oft hafði hann verið AFMÆLISBÖRN ÆSKUNNAR í FEBRÚAR 1979 Afmælisár blaðsins er nú hafið. Allir þeir kaupendur ÆSKUNN- AR, sem eru 10 ára og yngri og eiga afmæli í febrúar 1979, geta sent blaðinu nöfn sín ásamt fæð- ingardegi, fæðingarári, og heim- ilisfangi fyrir 25. mars n. k. Utaná- skrift: ÆSKAN (Afmælisbörn), Box 14, Reykjavík. Úr þeim nöfn- um, sem berast, verða svo dregin 10 nöfn, sem hljóta bækur í af- mælisgjöf frá ÆSKUNNI. Nú er það spurningin; hve margir kaupendur ÆSKUNNAR eiga af- mæli í febrúar 1979, og hverjir verða þeir heppnu sem hljóta af- mælisgjafabækur í þetta skipti. f næsta blaði kemur svo röðin að þeim börnum, sem eiga afmæli í mars. ■HHD 22

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.