Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Síða 26

Æskan - 01.02.1979, Síða 26
 Þessa lúðu dró hann Þór frá Norðfirði er hann brá sér í velðltúr á „Jullunni" Sæbjörgu inn f Viðeyjarsund í september síðastllðnum. Oft er talað um þá dásemd að eiga Elliðaárnar fullar af laxi í mlðri Reykjavík, en ekki hafa allir efnl á að veiða þar, því verður það að teljast búbót og ánægjuaukl fyrir alia hlna að geta veitt ýsu, þorsk og smálúðu inn um öll Sund, eins og nú er orðið að loknu þorskastríði og friðun Faxaflóa fyrir dragnóta- og togveiðum. Með kærri kveðju, Ásgrímur St. Björnsson. nema hann. En nú hafði eitthvað skeð, sem hann ekki vissi, er gerði nærveru hans óþarfa. Viðstöðulaust skundaði Gústaf yfir ströndina og inn í skóginn. Hann óttaðist myrkviðinn; undarleg hljóð bárust um hann; — blærinn hvein ömurlega i trjánum. En þótt Gústaf hræddist myrkviðinn, hræddisí hann þó þá Kai Shang ennþá meira. Hættur myrkviðarins voru meira og minna ímyndaðar, en hættan, sem honum stafaði af félögum sínum, var augljós. Hann kaus því skóginn. XXI. KAFLI Lög skógarins í búðum Tarzans hafði apamanninum með hótunum og verðlaunaloforðum tekist að fullgera því nær skipsskrokk. Hann og Mugambi höfðu unnið mest að þvi auk þess, sem þeir höfðu birgt hópinn að vistum. Schneider hafði möglað talsvert og hætt síðast alveg vinnu og farið á veiðar með Smitt. Hann sagðist þarfnast hvíldar. Tarzan lét þá fara. Hann vildi forðast þrætur, sem ætíð gera skipreika mönnum erfitt lifið og enda oft með illdeilum. Daginn eftir var svo að sjá, sem Schneider sæi eftir breytni sinni og vildi bæta fyrir hana, því hann tók aftur til vinnu. Smitt vann einnig fúslega. Tarzan varð glaður við, því hann hélt, að menn þessir hefðu loksins fundið til þess, hvert nauðsynjaverk skipssmíðin var. Honum var miklu léttara en marga undanfarna daga, er hann um hádegið lagði af stað til þess að elta dádýrahóp, sem Schneider sagðist hafa orðið var við langt inni í myrkviðnum. Schneider þóttist hafa séð dýrin í suðvestri, og sveiflaði Tarzan sér léttilega eftir trjánum í þá átt. Því meir, sem hann fjarlægðist búðirnar, því nær þeim færðust úr norðurátt sex skuggalegir menn. Þeir fóru skimandi og gætilega eins og menn, sem fara illra erinda. Þeir héldu, að enginn sæi þá; en á eftir þeim læddist stór maður því nær frá þeim tíma, að þeir lögðu af stað. Ur augum mannsins skein hatur og ótti og undrun mikil. Hvers vegna héldu þeir Kai Shang og Momulla með mönnum sínum til suðurs og fóru laumulega? Hvað bjuggust þeir við að finna þar? Gústaf hristi höfuðið vand- ræðalega. En hann var forvitinn. Hann ætlaði að elta þá og kynnast ætlun þeirra og kollvarpa henni, ef unnt væri; — það var nú sjálfsagt. Fyrst hélt hann, að þeir leituðu sín, en loksins skynjaði hann, að þeim myndi fullnægt með brottför sinni. Kai Shang og Momulla myndu aldrei auka sér erfiði nema því aðeins, að fé væri í boði, en þar eð Gústaf var félaus, hlutu þeir að leita einhvers annars. Skyndilega stönsuðu þeir Kai Shang og földu sig í kjarrinu báðum megin við dýragötuna, er þeir höfðu gengið eftir. Gústaf klifraði upp í tré til þess að sjá betur, hverju fram yndi. Gætti hann þess vel, að laufið skýldi sér. Ekki þurfti hann lengi að bíða áður en hann sæi ókunnan, hvítan mann koma sunnan götuna. Momulla og Kai Shang gengu til móts við hann og heilsuðu honum. Gústaf heyrði ekki, hvað þeir sögðu. Maðurinn sneri aftur sömu leið og hann kom. Framhald. 24

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.