Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1979, Side 32

Æskan - 01.02.1979, Side 32
GOSI Einu sinni var trésmiður, sem Viðfinnur hét. Venjulega var hann stúrinn á svip og óglaður, en góðlegur samt og vingjarnlegur. í smíðahúsinu hans var margt að sjá. Þar voru alls konar leikföng og brúður og trémenn og aðrir skrítnir munir, sem hann hafði skorið úr tré. Þessa muni seldi hann fyrir fáeina aura ferðamönnum, sem fóru um þorpið. Viðfinnur var einsetumaður. Enginn var til heimilis hjá honum nema kisa, sem kölluð var Tindiltá. Hún var kát og fjörug og lék sér eins og kettlinga er siður. En hvernig sem hún hamaðist, tókst henni ekki að hrekja burt raunasvipinn af andliti Viðfinns. Eitt kvöldið lagði Viðfinnur frá sér smíðatólin og ætlaði að fara að hátta. Þá sagði hann við Tindiltá: „Ógnar einstæðingur get ég verið. Það vildi ég, að ég ætti mér lítinn dreng.“ ,,Af hverju tálgarðu þér ekki tréstrák?" sagði kisa. Viðfinnur hugsaði sig um stundarkorn. Svo tók hann aftur smíðatólin, valdi sér fallegustu spýtuna, sem hann fann, og fór að tálga sér tréstrák. Hann hamaðist viö langt fram á kvöld. Þá gægóist einhver inn um rifuna á glugganum. Tindiltá sá ekki, hvað þetta var. Hún rauk upp og ætlaði aö reka það í burt. En Viðfinnur leit upp um leið og kallaði til hennar: „Láttu hann vera, Tindiltá. Þetta er svartálfur, svolítið kríli. Það veit alltaf á gott, þegar þeir koma í heimsókn.“ ,,Þakka þér fyrir mig," sagði svartálfurinn. ,,Það var fallega gert af þér að lofa mér að koma inn í hlýjuna. Þaö er rysjulegt úti. Einhvern tíma skal ég launa þér þennan greiða. En veistu, hver ég er? Ég er svartálfurinn Nóri.“ Um leið og hann sagði þetta, hneigði hann sig svo djúpt, aö hann var nærri dottinn niður af syllunni, þar sem hann stóð. Viðfinnur hélt nú áfram viö vinnu sína, en Nóri hreiðraði um sig á syllunni. Löngu fyrir morgun var smíöinni lokió. Aldrei hafði Viðfinnur smíðað svona fallegan tréstrák. Hann var á stærð við lítinn dreng og álíka þungur. Og andlitió var alveg eins og á litlum dreng, nema hvaö nefið var í lengra lagj. ,,Þá er hann tilbúinn," kallaði Viðfinnur glaölega. Svo stundi hann og sagði í hálfum hljóðum: ,,Það vildi ég, að hann væri nú orðinn lifandi." ,,En hann heitir ekki neitt?" sagði Tindiltá. Viðfinnur hugsaði sig um langalengi. Loksins 26

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.