Æskan - 01.02.1979, Síða 33
GOSI
datt honum gott nafn í hug. „Gosi, það er best, að
hann heiti Gosi."
Viðfinnur og Tindiltá ætluðu nú aó fara að sofa,
það sem eftir var nætur. En þá fór svartálfurinn Nóri
að syngja mjóum rómi. Og áður en lagið var á enda,
heyrðist hark á hefilbekknum, þar sem Gosi lá.
Hann var farinn að hreyfa hendur og fætur.
Viðfinnur og Tindiltá vissu ekki fyrr til en hann stökk
3 fætur, hoppaöi niður á gólf og dansaði fram og
aftur. Viðfinnur varð frá sér numinn af gleöi. Hann
hljóp á eftir Gosa og ætlaði að taka hann í fang sér.
En hrekkjalómurinn litli stökk upp á stól og sló um
si9 með höndum og fótum, og munaði minnstu, að
hann slægi smiðinn í andlitið.
„Gosi!" kallaði Viðfinnur og bar hendurnar fyrir
andlitið. Honum ofbauó alveg. Þá hoppaði Gosi
niöur af stólnum, og Viðfinnur og hann dönsuðu
saman á gólfinu í smíðastofunni, þangað til báðir
voru orðnir uppgefnir og lögðust upp í rúm og
sofnuðu.
Um morguninn vaknaði Gosi á undan Viðfinni og
fór á fætur til þess að liðka á sér trénaða skankana.
„Ég er lifandi," kallaði Gosi. „En skyldi ég
nokkurntíma verða eins og aðrir drengir?"
,,Já,“ svaraði svartálfurinn Nóri, sem var
vaknaður líka. „Ef þú ert alltaf góður og þægur og
ferð í skóla á hverjum degi."
„Þá ætla ég að verða góður og þægur og ganga í
skóla," sagði Gosi. „Mig langar svo mikið til að
verða eins og aðrir drengir."
Seinna um morguninn, þegar Gosi var að leggja
af stað í skólann, tók Viðfinnur einu krónuna, sem
hann átti, upp úr vasa sínum og gaf honum hana
fyrir stafrófskveri.
Síðan lagði Gosi af stað. „Það er best, að ég fari
með þér, ekki mun af veita," sagöi svartálfurinn
Nóri.
En þó hann væri lítill og léttur á sér, varð hann að
herða sig til þess að hafa við Gosa, sem skálmaði
áfram.
Gosi var ekki kominn nema stuttan spöl, þegar
27