Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1979, Page 38

Æskan - 01.02.1979, Page 38
frímerki 1978 Tæpum mánuði síðar kom svo sjöunda frímerkið út, og var það með mynd af Skeið- arárbrú. Verðgildi þess er 70 krónur og gildir sem burðar- gjald fyrir venjulegt sendibréf þegar þetta er skrifað. öll þessi frímerki voru prentuð í Sviss og þá ýmist með svo- kallaðri djúp-prentun eða sólprenti. Annars kynnir póststjórnin þetta frímerki á þessa leið: Vegagerð ríkisins heyrir undir samgönguráðuneytið og sér um gerð og viðhald vega, sem ætlaðir eru al- menningi til frjálsrar umferðar og kostaðir eru af fé ríkis eða sýsluvegasjóða. Árið 1776 kemur konungstilskipun um vegi, brýr og ferjur. Fyrstu vegalög, sem marka tímamót eru frá 1894. Með vegalögum frá 1924 kemur sjálfstæð stjórn vegamála og með vegalögum frá 1963 fær vegagerðin sjálfstæða tekju- stofna; bensíngjald, bifreiða- skatt o. fl. Þar eru vegir flokk- aðir eftir umferðarmagni og tala byggðra býla látin ráða, hvaða vegir mega teljast þjóðvegir. Frímerkið, sem Póst- og símamálastofnunin gefur nú út, sýnir mynd af Skeiðarár- brú, en 1974 var lokiö lagn- ingu hringvegar umhverfis landið, að mestu meö malar- slitlagi og brúm á öllum ám. Þegar þetta er ritað (17. 10.) hafa komið fréttir af því, að von sé útgáfu þúsund- króna frímerkis með mynd af eldfjallinu Heklu. Ekki hefur enn komið auglýsing frá Póst- og símamálastofnuninni um útgáfuna, en myndir og greinar hafa komið um þetta væntanlega merki í dagblöð- unum. Mynd merkisins er af málverki Jóns Stefánssonar, sem hann nefnir „Hraunteig- ur við Heklu". [ árbók Ferðafélags (slands 1945 segirsvo: „Tungan milli Hraunteigs- lækjar og Rangár er öll vaxin hinum fegursta birkiskógi og nefnist Hraunteigur. Þar er víðast djúpur jarðvegur, vaf- inn grasi bæði í lundum og rjóðrum, en æði mishæðótt, því aö hólótt helluhraun er undir. Vötnin beggja vegna falla í strengjum og smáfoss- um eftir fremur grunnum gljúfrum. Bæði eru tær og nístandi köld, og fleira er á- þekkt með þeim, greinilegt ættarmót, þó að stærðar- munur sé allmikill. Undan miöjum Hraunteigi er skógi vaxinn hólmi á fossbrún í Rangá. Hann nefnist Klapp- arhólmi. Auðvelt er að vaða út í hann að austanverðu, en ó- fært að utan. Neðar í ánni er annar hólmi, minni og skóg- lítill. Allvíðsýnt er í Hraunteigi, þar sem rjóður eru á hraun- hólum eða grisjar gegnum birkilimið. En fegurst er að sjá til austurs, þar sem Hekla gnæfir hátt upp yfir öll önnur fjöll, í hæfilegri fjarlægð til þess að hvort tveggja njóti sín, hið tígulega yfirbragð og litbrigðin í hlíðunum. — Kot- býli eitt var í Hraunteig um fárra ára skeið á síðustu öld. Fjölfarnasta leið til Heklu liggur um Hraunteig endi- langan, og þar er óhjákvæmi- legt að staldra við vegna náttúrufegurðar. Margur sá sem ætlaði til Heklu, hefur orðið að snúa viö vegna þoku á fjallinu. En enginn skyldi snúa við fyrr en í Hraunteig. Fegurð hans eins er langrar ferðar virði, jafnvel þótt dimmviðri byrgi alla útsýn.“ Jón Stefánsson listmálari fæddist 1881 á Sauðárkróki og andaðist 1962. Hann stundaði menntaskólanám í Reykjavík en hélt síðan til Kaupmannahafnar og hóf verkfræðinám við háskólann þar, en sneri sér fljótlega að málaralistinni og innritaðist i listaskóla haustið 1905. Árið 1919 komu málverk hans fyrst fram á sýningu og vöktu þeg' ar mikla athygli. Fyrst framan af listaferli sínum málaði Jón Stefánsson aðallega manna- myndir og blómamyndir en síðar sneri hann sér að landslagsmyndum og var hin stórbrotna íslenska náttúra höfuðviðfangsefni hans- Hann fékkst einnig mikið við að mála dýr og felldi þau þannig inn í landslagið, aó þau urðu nauðsynlegur hluti af heildinni. Jón Stefánsson málaöi aldrei annað landslag en íslenskt, ef undan eru skildar nokkrar æfingamynd- ir. Frímerkið er að verðgil^ 1000 kr. og eru 20 stykki í hverri örk. Hæsta frímerkja' verðgildi í umferð nú er 250 kr. og var það gefið út í mars ÆSKAN hefur sáð í hjörtu landsins barna í 80 ár þeim frækornum sem hafa gefið góðan ávöxt og uppskeran er mikil og birtist jafnvel á ólíklegustu stöðum. 32

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.