Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 44
ustu varfærni og yfirgefur
hann ekki, en eftir fyrstu vik-
una getur hann alls staðar
fylgt henni eftir.
Dádýrið er aðeins minna
vexti og hefur annað horna-
lag, en er að öðru leyti eins í
háttum. Það er jafn hratt í
ferðum og skynnæmt og
hjörturinn. Hreindýrið og
elgsdýrið eru hins vegar það
frábrugðin, að þeirra verður
sérstaklega getið.
Elgsdýrin eru risar hjartar-
fjölskyldunnar. Það eru stór
og þunglamaleg dýr, með
sérstaklega sterkt höfuð og
hornalag, sem hjá karldýrinu
geta orðiö 20 kg á þyngd, en
kvendýrið hefur ekki takka á
hornunum.
Áður fyrr var elgsdýrið út-
breitt um allan norðurhluta
jaröar og algengt í Danmörku,
Þýskalandi og Englandi. Nú
hm, ft ■p" & wBT. 60 n
V- '
V-
\ J
!/ t.
1 WO 1 o a íi 0 o ao 1 ?0 1 60
Elgsdýrið var fyrr á tímum miklu
víðar á ferðinni en nú þekkist.
Þetta kort sýnir takmörkin í Evr-
ópu þar sem elgsdýr eru kunn, en
þó allvíða orðin mjög sjaldgæf,
og svo útbreiðslu þeirra í Asíu og
N.-Ameríku.
þekkist það í Evrópu aðeins í
Noregi og Svíþjóð milli 59° og
67° nbr. og í A.-Evrópu. í N.-
Ameríku eru einnig til elgsdýr,
sem eru mjög náskyld tegund
gamla heimsins.
Elgsdýrið leitar sér heim-
kynnis í eyðiskógum, þar sem
vörn er og mýrlendi. Það
syndir frábærlega vel, og
vegna fótalags, með breiðar
klaufar, sem það getur spennt
út, kemst þetta þunglamalega
dýr auðveldlega yfir mýrarfen,
þar sem önnur dýr og menn
myndu óhjákvæmilega
sökkva niður.
Elgsdýrið er mjög skynsamt
og bjargar sér auðveldlega
við erfiðar kringumstæður.
Það getur verið hættulegt að
lenda í útistöðum við karldýr-
ið, en kvendýrið verður þó
miklu harðara af sér, meðan
það er að vernda kálfa sína,
en sýnir þeim aftur á móti
mikinn kærleika og um-
hyggjusemi.
Hreindýr
Heimkynni hreindýrsins eru
hæstu norðurslóðir. Það
þekkist í öllum löndum norð-
an við 60° nbr., en á stöku
stað fer það nokkru sunnar.
Ótamið og sjálfalið þekkist
það enn í N.-Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi og á Lapplandi.
Ennfremur í Síberíu, á íslandi,
Grænlandi og í N.-Ameríku.
f Noregi heldur það sig ekki
í skógunum, en í hörðum
vetrarkulda Síberíu sækir það
skjóls í þeim. Á vorin fyllast
þessir skógar hins vegar af
mýflugum og skordýrum, sem
hrjá hreindýrin mjög. Þá yfir-
gefur það skógana og sækir
norður á bóginn út í hinar
víðáttumiklu freðmýrar. Dýrin
eru mjög horuð og illa útlít-
andi um þetta leyti eftir
flugnabit, en þegar þau snúa
aftur til skóganna í ágúst og
september, eru þau feit og vel
útlítandi.
Þessi ferðalög eru mjög
reglubundin og þær leiðir
sem þau fara eru ávallt þær
sömu. Það er kunnugt að
hreindýr eru einnig tamin og
mikið ræktuð. Lappar eiga
stóra flokka af þeim og ríkur
Lappi á stundum mörg þúsund
þeirra í einu. Dýrin eru þeim til
ómetanlegs gagns. Þeir fá af
þeim mjólk og kjöt, jafnframt
því sem þeir nota þau fyrir
dráttardýr fyrir sleða sína. f
Síberíu eru sterkustu dýrin
einnig notuö til margskonar
ferðalaga.