Æskan - 01.01.1981, Qupperneq 5
Það var komið logn, og hann var hættur að snjóa. I
sama mund og rauðir sólargeislar brutust út úr skýjum á
austurhimni heyrðist blísturshljóð á veginum, sem lá í
gegn um þorpið.
Yu-ling skipti í flýti um skó, hún fór í gamla skógarma,
og hnýtti snæri utan um buxnaskálmar sínar, um öklana,
á meðan setti hún fæturna hvorn eftir annan upp á lítinn
stól. Því næst vafði hún sjali um höfuð sér og lét á sig
belgvettlinga. Yu-ling var aðeins ellefu ára, en þegar hún
hafði klæðst þannig, líktist hún fullorðnum sameignar-
félaga.
Yu-ling var að útbúa sig til að hjálpa pabba og mömmu
til að bera snjó á akrana.
Tsaí litli yngsti bróðir Yu-lings var aðeins í fyrsta bekk í
skólanum. Það var margt sem hann skildi ekki ennþá. Og
sökum þess að það var ekki hann, sem ætlaði að fara að
vinna, togaði hann í hönd systur sinnar og reyndi að fá
hana til að vera kyrra heima og leika við sig. Hann setti
stút á munninn, dansaði í kring um hana og muldraði: ,,Ef
þú vilt ekki búa til snjókarl með mér, skal ég aldrei framar
leika við þig."
Yu-ling varð dálítið gröm. Áður en vetrarfríið hófst
hafði hún og bekkjarsystkini hennar gert áætlun um
hvernig því skyldi varið. Þau höfðu orðið ásátt um, eftir að
þau höfðu lokið heimavinnu, sem kennarinn setti fyrir, að
hjálpa til við flutninga á framleiðslunni.
Á veturna var ekki mikið unnið við landbúnaðarstörf, •
og flest af því, sem þurfti að láta vinna var ofviða börnum.
Yu-ling hafði hugsað mikið um hvernig þau gætu fram-
kvæmt áætlunina. Og nú þegar tækifæriö gafst ti! þess
að hjálpa sameignarfélögunum til að bera snjó, vildi hún
ekki láta neinn spilla því.
Nú keppast allir við að setja alls konar heimsmet, allt á að vera
það hæsta, lengsta, dýrasta, breiðasta, dýpsta og hvað það nú
allt er. Það er alveg furðulegt hvað hægt hefur verið að safna
saman miklu af undarlegum heimsmetum. Ekki vita menn,
hvort snjókarlinn, sem þið sjáið hér á myndinni er heimsins
stærsti snjókarl, en eins og þið sjáið er hann samt nokkuð stór,
svo ekki sé meira sagt. Maðurinn við hlið karlsins er ekki stór á
borð við snjókarlinn, enda reyndist hann vera fimm metra hár.
Hann var búinn til og stóð á svokölluðu Roa-torgi í Osló frá jólum
og nokkuð fram á nýárið, og þótti mönnum gaman að virða
hann fyrir sér.
' 4*
„Hlustaðu nú litli bróðir," sagði hún sannfærandi.
,,Bíddu heima, og þegar ég kem heim aftur frá vinnunni
skal ég búa til stóran snjókarl með þér. Yrði það ekki
dásamlegt?"
,,Nei, nei, snjórinn bráðnar áður en þú kemur heim
aftur," mótmælti litli bróðir og hristi höfuðið.
GALDUR
í þennan galdur
þarftu bara eina
pappírsræmu, svo
sem 4-5 sentimetra
breiða og 1 meters
langa. Nú átt þú að
líma endana saman,
en þó þannig að þú
snýrð einu sinni upp á
ræmuna áður en límt
er saman (þetta mega
þó áhorfendur helst
ekki sjá). Nú ferð þú
að klippa langa leið
eftir hringnum endi-
löngum (sjá mynd) og
á meðan talar þú við
áhorfendur um daginn
og veginn. — Nú
halda flestir að tveir
pappírshringir sjái
dagsins Ijós en það
verður nú ekki aldeil-
is, reynið bara sjálf.
3