Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 6
FELUMYND „Vinnan viö að bera snjó er í raun og veru þýðingar- mikil,“ útskýrði Yu-ling. „Heyrðirðu ekki hvað pabbi sagði um það? Það rigndi ekki mikið í þorpinu okkar í haust sem leið. Nú erum við að bera snjó úr hlíðinni á hveitiakrana og þekja þá með hvítu teþpi, þegar snjórinn þiðnar hefur það sömu áhrif og að vökva vetrarhveitið varlega. Næsta vor mun hveitið vaxa vel, það verður kjarnmikið og við munum fá gnægð af Ijúffengu brauði að borða. Hugsaðu þér hvað þetta verður yndislegt." ,,Nei, nei,“ öskraöi litli bróðir, ,,ég vil bara búa til snjó- karl.“ Yu-ling var öll í svitabaði, en tárin hrundu af kinnum Tsaí litla. Foreldrar barnanna birtust nú allt í einu með körfur og burðarstengur, og voru á leið á akurinn. ,,Þú þarft ekki að fara með okkur," sagði þabbi. ,,Það er betra að þú passir bróður þinn,“ sagði mamma. Tsaí litli brosti þegar hann heyrði þetta, en Yu-ling gretti sig. Fólkið hafði safnast saman á þorpsveginum, hlæjandi og masandi bjó það sig undir að hefjast handa í brekk- unni fyrir norðan. Skömmu seinna komu nokkur börn og ráku höfuðin inn um dyrnar á húsi Yu-ling. ,,Yu-ling getur þú komið með okkur út að leika? Við ætlum að búa til snjókarl," sögðu þau. ,,Já, já,“ svaraði Tsaí litli í flýti, í stað systur sinnar. Yu-ling vissi varla hverju hún átti að svara. Hún horfði stórum dökkum augum á glitrandi snjóinn í húsagarðin- um. Hún var stúlka, sem hugsaði hlutina vandlega, og henni datt því margt snjallræði í hug. Og nú þegar hún horfði á snjóinn leiftraði ný hugmynd í huga hennar. ,,Ágætt, við skulum búa til snjókarl," hrópaði hún til i leikfélaganna í dyrunum. „Hver ykkar komi með minnst tvo kunningja, sem eiga að vinna saman, því fleiri því betra." Tsaí litli hoppaði af kæti. ,,Ég ætla að sækja krakka í viðbót. Ég ætla að sækja fimm krakka." Og brátt endur- ómaði þorpsvegurinn hinar hvellu skæru barnsraddir, sem kölluðu á vini sína. Þau komu í hvelli, klædd marg- litum hlýjum vattfóðruðum bómullarúlpum, og húfum með eyrnarskjólum. Klúta höfðu þau um hálsinn. Öll báru þau reku og körfu. Þau voru að minnsta kosti tutt- ugu og fimm að tölu. Yu-ling sagði: ,,Við skulum vera þrjú og þrjú saman um að búa til einn snjókarl. Eruð þið sammála?" „Látum hvern flokk hnoða þrjá snjókarla og sjáum síðan hvaða snjókarl er stærstur," sagði búlduleitur strákur. „Ég ætla að búa til átta snjókarla alveg einsamall," sagði Tsaí litli. „Við skulum láta tvo snjókarla standa fyrir framan hvert hús eins og varðmenn," stakk Chen-tsu upp á. Krökkunum leist vel á þessa hugmynd og klöppuðu saman lófunum. „Ég ersammála þér, að búatil margasnjókarla," sagði i Yu-ling, „en snjórinn á veginum er troðinn og óhreinn og þeir mundu ekki verða falliegir úr honum. Og þar að auki er vegurinn svo mjór að við mundum tæplega öll komast þar fyrir." „Hvar eigum við þá að vera?“ sþurðu börnin. „Grænmetisgarður flokksins er betri staður, þar er snjórinn hreinn og hvítur og garðurinn nógu stór," sagði ! Yu-ling. Búlduleita drengnum þótti þessi hugmynd svo góð að hann leyfði Yu-ling ekki að Ijúka máli sínu. „Hann er eins stór og leikvöllur," greip hann fram í, „þar gætum við látið snjókarlana okkar gera leikfimisæfingar." „Við skulum láta snjókarlana standa í hring og dansa þjóðdansa," sagði Chen-tsu. Krakkarnir gengu nú í fylkingu á leið til grænmetis- garðsins. í fararbroddi var Tsaí litli og söng á göngunni, eins og „Litla hetjan." Garðurinn var sléttur og þakinn djúpum snjó. Þar voru hvorki fótspor né blettir af óhreinindum. Hvítur eins og nýmalað hveiti, Ijós eins og nýtínd baðmull var hann. Og svo sléttur að fólk gæti haldið að farið hefði verið yfir hann með valtara. Yu-ling varð glöð þegar hún sá garðinn, og hún ímyndaði sér hvernig hann mundi líta út þegar vorið kæmi, grænni en nokkur annar staður, grænmeti í vexti, upþskera eftir uþþskeru. Síðan hugsaði húnsér hann að sumri til, með óteljandi Ijósrauðum tómötum, hve lifandi [ mundu þeir ekki sýnast í hrúgum í sólskininu um uþp- skerutímann. Og hún hugsaði um haustið, þegar stór kálhöfuð, sem náðu manni upþ í mitti yrðu flutt á vöru- bílum og flutningavögnum sameignarflokksins til borg- arinnar. En nú var vetur. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.