Æskan - 01.01.1981, Síða 18
.V
RISAKLÓM
ÞJÖÐSAGA
Endur fyrir löngu bjuggu hjón á bæ þeim, skammt frá
Krýsuvík, er Vigdísarvellir hét. Sá bær er nú í eyði. Þau
hjón áttu sér eina dóttur. Hún hét Guðrún. Guðrún var
forkunnarfögur. Svo fögur að hennar líki fannst enginn á
öllu íslandi. Ekki er þess getið að þau hjón hafi átt fleiri
barna. Og bjuggu þau með dóttur sinni einni á Vigdísar-
völlum.
Þegar þessi saga gerðist eru hjónin hnigin mjög á efri
aldur, en dóttir þeirra gjafvaxta. Fregnir um fegurð Guð-
rúnarog gjörvuleik fóru víða. Menn komu víðsvegar að til
þess að biðja hennar. En allt var það árangurslaust.
Hversu fríðir og föngulegir og fémiklir sem biðlarnir voru,
neitaði Guðrún þeim öllum. Og getur sagan ekki um
ástæðu fyrir því. Gekk svo um langan tíma.
Eitt kvöld síðla sumars er barið all-harkalega á bæjar-
dyrnar á Vigdísarvöllum. Verður þeim hjónum og Guð-
rúnu bilt við, og hikaði bóndi við að fara til dyra. Er þá
aftur barið og enn þunglegar en áður. Verður bónda nú
ekki um sel og fer hvergi. Þess er þá skammt að bíða, að
barin eru þrjú bylmingshögg á bæjardyrnar. Og þorir
bóndi nú eigi annað en út að ganga. Nokkuð var farið að
rökkva. Koldimmt var í göngum. Uggur var í bónda.
Þreifaði hann sig fram eftir göngunum, fálmaði eftir
slagbrandinum, tók hann gætilega frá dyrunum og
gægðist út. Sá hann þá hvar stór maður, ferlegur útlits
og ófríður, stóð frammi fyrir honum. Fannst bónda
maðurinn mikilúðlegur og illa vaxinn. Þóttist hann aldrei
hafa séð svo Ijótan mann fyrr á ævi sinni. Sýndist honum
hann meira líkur risa en mennskum manni. Hugði nú
bóndi að hér væri ekki allt með felldu, en reyndi sem allra
minnst að láta á ótta sínum bera. Heilsaði hann manni
þessum, spurði um heiti hans og innti hann eftir erindi
hans, og hvaðan hann væri. Kvaðst maðurinn heita Ög-
mundur og vera kominn til þess að biðja dóttur hans.
Ekki sagðist hann geta sagt hvaðan hann væri. Svo
óttasleginn sem bóndi var fyrir, varð hann hálfu hrædd-
ari, er hann heyrði erindi komumanns og hinn hrikalega
málróm hans. Bóndi varð fár við ífyrstu en sá fljótt að nú
var annað hvort að duga eða drepast. Bað hann komu-
mann hinkra ögn við meðan hann brygði sér í baðstofu
og færði þetta í tal við konu sína og dóttur.
Þarf ekki að orðlengja það, að bónda þótti nú þung-
lega horfa, og að konu hans og Guðrúnu þóttu tíðindin
ill. Æddi bóndi nú eirðarlaus fram og aftur um baðstofu-
gólfið. Álasaði hann dóttur sinni harðlega fyrir að hafa
ekki þegió bónorð einhvers af þeim mörgu ágætu og
glæsilegu mönnum, er höfðu beóiö hennar. Hefði þá
þessum vansa verið bægt frá dyrum þeirra. En um það
dugði ekki að fást, úr því sem komið var. Hér var vandi á
ferðum. Góð ráð voru dýr. Hryllti bónda við að láta dóttur
sína í hendurnar á þessum hræðilega risa. Og ef hann
neitaði, var eins líklegt að hann tæki Guðrúnu með valdi
og flytti hana á brott með sér. (öngum sínum og ráðaleysi
ráfaði bóndi nú til dyranna, en kona hans og dóttir fylgdu
honum eftir með skelfdum augum. Komumaður leit
löngunarfullum augum til bónda er hann kom út. En í því
er bónda varð litið upp til hins Ijóta og afskræmda andlits
risans, kom honum skyndilega ráð íhug. —
Nú er frá því að segja að skammt frá Vigdísarvöllum var
hraun nokkurt, ógreiðfært og illt yfirferðar. Var það
ákaflega úfið, holótt og þversprungótt og lá víða á því
mosaslæða, svo að stórhættulegt var yfir að fara. Kom
það eigi sjaldan fyrir að slys urðu á mönnum og dýrum.
Bóndi hafði þá nýlega misst hest sinn og hafði hann
fótbrotnað íklungri hraunsins.
Bóndi bað komumann fylgja sér. Mæltu þeir fátt en
gengu hratt. Þegar þeir komu að hraunjaðrinum, mælti
bóndi: ,,Ég skal gefa þér dóttur mína fyrir konu en með
einu skilyrði þó. Þú skalt ryðja þetta hraun. Skaltu ryðja
greiðfæran veg í gegnum það og vera búinn að því að
sólarhring liðnum. Verðurðu ekki búinn að því fyrir lág-
16