Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1981, Qupperneq 20

Æskan - 01.01.1981, Qupperneq 20
£ h X < h- C/) & ,«» V4 Q O n < < Arnhildur Valgarðsdóttir syngur og leikur íslenska þjóðlagið „Móðir mín í kví, kví“ á tónleikunum. Á síðastliönu sumri tóku tveir norð- lenskir unglingar þátt í alþjóðlegri listahátið, sem haldin var í höfuðborg Búlgaríu. Islensku fulltrúarnir voru Arnhildur Valgarðsdóttir frá Akureyri og Nils Gústavsson úr Mývatnssveit, bæði 14 ára. Arnhildur kom fram á tónleikum sem sjónvarpað var um alla Austur-Evrópu og ætla má að mill- jónir manna hafi fylgst með. Hún lék einleik á píanó „Trolladans" eftir Grieg og „Móðir mín í kví, kví“ i út- setningu Jónasar Ingimundarsonar. Nils átti myndverk á stórri myndlistar- sýningu, auk þess sem frummyndir úr bókinni ,,Börn“, sem Menntamála- ráðuneytið gaf út í tilefni barnaársins, voru sýndar. Fararstjóri unglinganna var Þórir Sigurðsson, námsstjóri. Á hinu alþjóðlega barnaári Sam- einuöu þjóðanna 1979, var að frum- kvæði Shivkova menningar- og menntamálaráðherra Búlgaríu efnt til hinnar fyrstu alþjóðlegu listahátíðar barnanna. Þetta var einn þáttur af framlögum Búlgaríu vegna hins al- þjóölega barnaárs. Yfir 80 þjóð- ir tóku þátt í þeirri listahátíð sem hafði að einkunnarorðum ,,ein- ing, sköpun, fegurð." Á dagskrá há- tíðarinnar voru sýningar á barna- myndum, margskonar tónlist, leiklist og danssýningar og börn fluttu eigin Ijóð og sögur. Þessi fyrsta listahátíð þótti takast það vel, að afráðið var að efna til annarrar listahátíðar 22, —30. september s. I. Boð um þátttöku ís- lenskra unglinga á hátíðina bárust til Menntamálaráðuneytisins. Búlgösku stjórnvöldin buðust til að greiða allan kostnað af ferð tveggja unglinga og umsjónarmanns. Unglingar frá 88 þjóðlöndum tóku þátt í þessari listahátíð, þar á meðal unglingar frá öllum ríkjum Vestur- og Austur Evrópu, Bandaríkjunum, Kan- ada og fjöldamörgum ríkjum Afríku, Asíu, Mið- og Suður-Ameríku og Ástralíu. Frá flestum löndum komu tveir unglingar, en frá nokkrum allt að 5. Dagskrá hátíöarinnar varð ákaflega fjölbreytt, vönduð og skemmtileg. Lokaathöfn hátíðarinnar fór fram við minnismerki allra barna í heimin- um. Hápunktur lokahátíðarinnar var Nils og Arnhildur og með þeim er túlkur þeirra og leiðsögumaður, Antonia Kraeva. 18

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.