Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Síða 24

Æskan - 01.01.1981, Síða 24
1. Langt norður í Lapplandi bjó fátækur skógar- höggsmaður í afskekktu koti með konunni sinni og drengnum þeirra, honum Palla. — Skógarhöggsmaður- inn hafði lítið kaup, en af því að hann var laginn að skera úr tré sat hann öllum frístundum við að búa til trésleifar, smáskálar og ýmislegt fleira af eldhúsmunum. í hverri viku fór hann í kaupstaðinn og seldi þetta. Palli var einstaklega myndarlegur drengur. Hann var ekki nema 12 ára en þó var hann farinn að hjálpa pabba sínum við tréskuróinn, því að hann var einstaklega lag- tækur. En hann átti erfitt með að komast í skólann því að leiðin var löng. Hann varð að fara að heiman klukkan 6 á morgnana, og þegar veðrið var vont í skammdeginu var ekki viðlit að komast þangað. Oftast varð hann því að sitja heima meðan dagurinn var skemmstur. Það var ekki fyrr en fór að vora, sem hann gat sótt skólann nokkurn veginn reglulega. Þá átti hann erfitt, því að hinir krakk- arnir voru komnir lengra í lexíunum sínum en hann. Þegar þessi saga gerðist var óvenjulega strangur vetur, allt eitt klakahjarn og það var farið aö verða matarlítið í kotinu. Og verst var þó að pabbi hans Palla hafði fengið hálsbólgu og varð að liggja rúmfastur. Svo var það einn daginn að mamma Palla sagði að nú yrði hann að vera duglegur og fara í kaupstaðinn og selja sleifar og kaupa mat fyrir peningana. Svo var allt sölu- dótið látið í trébyttu. Palli setti hana á sleðann sinn og hélt svo af stað. 2. Palli var upp með sér yfir því að honum skyldi vera trúað fyrir að fara einn í bæinn, og nú lagði hann af stað blístrandi með sleðann í eftirdragi. Ferðin gegnum skóginn gekk vel og bráðum kom hann að vatninu, sem hann átti að fara yfir. Hann setti á sig skautana, sem hann hafði verið svo forsjáll að hafa með sér, dró húfuna vel niður yfir eyrun og af því að hann hafði vindinn á eftir sér miöaöi honum fljótt yfir ísinn. Hann var áður en varði kominn út á mitt vatnið — en hvað var nú þetta? Páll nam staðar sem skjótast. Var það í vindinum, þetta ýlfur sem hann heyrði. Hann fékk hjartslátt og hlustaði. Nei, það var ekki um að villast, þetta var ýlfur í úlfi. Nú rifjuðust upp fyrir honum ýmsar sögur sem hann hafði heyrt um úlfa, sem fóru niður í byggð og réðust á fólk þegar þeir voru soltnir. Hann leit við og hvað haidið þið að hann hafi séð? Stóran hóp af úlfum, sem komu hlaupandi. Páll flýði undan eins og fætur toguðu, en úlfarnir færðust nær og nær. Hvað átti hann nú til bragðs að taka? 3. Páll sá nú að það var ógerningur að komast undan, og þótt hann hefði stóran hníf á sér vissi hann að hann gæti ekki varist úlfunum með nonum. En þá datt honum nokkuð í hug. Hann losaði þunga balann í snatri af sleð- anum og hellti öllum sleifunum og smíðagripunum úr honum. Svo hvolfdi hann balanum yfir sig, og í sama vetfangi kom úlfahópurinn að. Úlfarnir ýlfruðu og vældu, en Páll hnipraði sig saman dauðhræddur. Honum fannst endilega að úlfarnir væru að finna einhver ráð til að ná til hans. Og bráðum varð hann var við aó einn úlfurinn rak trýnið inn ísponsgatið á balanum. Hann var ekki seinn til að reka hnífinn sinn í trýnið á úlfinum, sem hrökk frá og vældi sárt. Nú hafði hann frið litla stund, en þá kom annar úlfurinn í gatið og fékk sömu útreiðina. Nú var farið að dimma, og Páll kveið fyrir nóttinni. Því að ef hann sofnaði þarna þá mundi hann frjósa í hel. 22

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.