Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 25
r—
Flugur eyða
sjálfum sér
I Bandaríkjunum suðaustanverðum
var skrúfuflugan lengi hin versta
plága og drap nautgripi þúsundúm
saman. Flugan verpti í sár á húðinni
— þurfti ekki nema rispu til — og
möðkuðu síðan sárin. Menn stóðu
ráðalausir. En árið 1938 fékk land-
búnaðarráðuneytió tvo skordýra-
fræðinga, E. Kipling og R. Bushland,
til að rannsaka málið og m. a. finna
gott græðilyf til að lækna sár naut-
gripanna. Það tókst að finna sæmi-
legt græðilyf, en oft reyndist ógerlegt
að meðhöndla sárin í tæka tíð. Hag-
kvæmara mundi vera að eyða flug-
unni ef unnt væri. Rannsökuðu skor-
dýrafræðingarnir lífshætti hennar í
mörg ár.
Karlflugurnar reyndust vera kyn-
þroska tveggja daga gamlar og
frjóvguðu hver um sig nokkrar kven-
flugur næstu fjóra dagana. Svo var
.,fengitímanum'‘ lokið. Hver kven-
fluga eðlaöi sig aðeins einu sinni,
enda er hún skammlíf.
Skordýrafræðingunum datt nú í
hug, að takast mætti að láta flugurnar
eyða sér sjálfar með því að gera nógu
mörg karldýr ófrjó og sleppa þeim
síðan til kvenflugnanna. Tókst þetta
að lokum með geislunum. Flugurnar
eðluðu sig, en ekkert kom út af því!
Flugurnar voru aldar upp — geysi-
fjöldi — í sérstökum klakstöðvum,
karlflugurnar geislaðar og þeim síðan
„sleppt á markaðinn". Þannig tókst
að eyða skrúfuflugunni á stórum
svæðum til mikils hagræðis naut-
griparæktinni.
„Fjörugustu" karlflugurnar voru
sérstaklega valdar til undaneldis í
klakstöðinni, því að þær fullnægðu
flestum kvenflugunum (8—17) án
þess að frjóvga þær. En mikið þarf til.
I’ bandarísku „flugnaverksmiðjunni"
voru framleiddar um 50 milljón flugur
á viku til geislunar. Þær átu 40 tonn af
hrossakjöti og hvalkjöti og drukku 17
þúsund lítra af uxablóði á viku. Allar
rifur og smugur klakstöðvarinnar
verða að vera vandlega lokaðar, svo
að engar frjóar flugur sleppi inn. Egg
skrúfuflugunnar verða að lirfu og
púpu á einni viku. Geisluð dýrin voru
sett í pappaöskjur, 400 í hverja. Síðan
tóku flugvélar við farminum og
dreifðu honum yfir engi og haga.
Nú er farið að reyna svipaðar
aðferðir til eyðingar fleiri skordýra.
Hægt er að gera kvendýr húsflug-
unnar ófrjó með því að fóðra þau með
sérstöku efni. í Afríku eru gerðar til-
raunir með að geisla Tsetse-fluguna
illræmdu, sem ber svefnsýkina með
sér og sýkir manneskjur, hesta og
nautgripi. Reynt er líka svipað gegn
moskítóflugunni, sem ber mýrarköldu
og gulusótt milli manna í heitum
löndum. Þessar „geislunareyðingar"
eru ennþá á tilraunastigi. Ef til vill er
hér fundið öflugt vopn f baráttunni við
meinskordýrin.
Litla hetjan
4. Páll hlustaði. Voru það ekki sleðabjöllur sem hann
heyrði? Jú, greinilega, og svo heyrðist skot, og annað til.
Eftir augnablik var keraldinu velt ofan af honum — það
var læknirinn, sem hann sá. Nú voru úlfarnir flúnir, svo
að Páll losnaði úr prísundinni.
— Þú varst ráðugur, drengur minn, sagði læknirinn
og klappaöi honum á kollinn. Páll brosti, en svo leið yfir
hann, því að þetta hafði fengið svo mikið á hann. Þegar
hann raknaði við aftur lá hann rúminu sínu og vissi varla
hvort þetta hafði verið draumur eða ekki. — Nú skaltu fá
bolla af sjóðheitri mjólk, sagði læknirinn — og svo verður
þú jafngóður á morgun.
— Hvað varð af öllum sleifunum? sagði Páll kvíðinn.
— Ég skal láta vinnumennina mína tína þær saman og
selja þær fyrir þig á morgun, svaraði læknirinn. En hitt
sagði læknirinn Páli ekki, því að hann var of máttfarinn til
aö verða fyrir snöggum geðbrigðuni, að hann hefði
boðið foreldrum hans að Páll byggi hjá sér vetrarmán-
uðina, svo að hann gæti komist í skólann, og á eftir átti
hann að fá að læra trésmíði án þess að það kostaði hann
nokkurn eyri.
ENDIR.
23