Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1981, Qupperneq 26

Æskan - 01.01.1981, Qupperneq 26
k Vi SiS iSE.% ,Jé & «t»»SKÁTAOPNAN« * ALÞJÓÐADAGURINN Eins og allir skátar vita, þá er Al- þjóðadagur skáta um allan heim 22. febrúar ár hvert. Það er nefnilega fæðingardagur bæði stofnandans, Lord Baden-Powells og einnig konu hans, Lady Baden-Powells. í heiminum í dag eru rúmlega tutt- ugu milljónir skátar, sem starfa í yfir sextíu löndum. Allir skátar eru ,,bræður og systur" stendur einhvers staðar í skátafræð- um. Þá er ekkert tillit tekið til litarhátt- ar eða hvar þeir búa í heiminum. Bræðralagshugsjónin og ,,skáta- greiðinn" er þó sameiginlegur þeim öllum. í bræðralagssöng íslensku skátanna stendur: ,,Vorn hörundslit og heimalönd ei hamla látum því, að bræðralag og friðarbönd vér boðum heimi í. . ." Skátar taki höndum ,,um alla heimsbyggðina" og reyna að standa við heit sín. Leikreglur þær, sem skátarnir starfa eftir, nefnum við skátalögin. Þau eru þessi: 1. Skáti segir ávallt satt og gengur aldrei á bak orða sinna. 2. Skáti er tryggur. 3. Skáti er hæverskur í hugsun, orðum og gerðum. 4. Skáti er hlýðinn. 5. Skáti er glaðvær. 6. Skáti er þarfur öllum og hjálpsamur. 7. Skáti er drengilegur í allri hátt- semi. 8. Skáti er sparsamur. 9. Skáti er dýravinur. 10. Allir skátar eru góðir lagsmenn. Nánari skýringar á því, hvernig ber að skilja hvert atriði skátalaganna, fara hér á eftir. Ykkur kann að virðast, að skáta- lögin leggi ykkur nokkuð þungar skyldur á herðar. En við nánari at- hugun munuð þið sjá, að skátalögin heimta ekki annað né meira af ykkur, en það, sem hver góður maður vill keppa að og hver faðir og móðir myndi kjósa, að börn þeirra ástundi. Það má vera, að skátinn fullnægi ekki alltaf öllum atriðum skátalaganna, en samt eru þau ávallt holl hugvekja og takmark. í skátafélögum eru unglingar úr öllum stéttum þjóðfélagsins, og án tillits til trúarskoðana. Stjórnmál eru félögunum alveg óviðkomandi. Skátar í öllum löndum hafa ein- kennisbúning. Hér á landi eru oft notaðar dökkar síðbuxur í stað stutt- buxna. í öllum löndum hafa skátar ,,skáta- liljuna" sem einkennismerki, að vísu ekkíalveg eins gerða í öllum löndum. Skömmu eftir að drengir höfðu stofnað fyrsta skátafélagið, var stofn- aður samskonar félagsskapur fyrir stúlkur, kvenskátafélög. Breiddust þau einnig fljótt út til ýmissa landa. Á íslandi var fyrsta kvenskátafélag 24

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.