Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 31
Skíðaíþróttin í sinni núverandi
mynd er eitthvert stórtelldasta
íþróttafyrirbrigði, sem sögur fara af,
og er þá sama hvort litið er á hin
geysilegu stökk (vel yfir 100 metra)
eða hinar miklu kappgöngur (50 km),
sem hvort um sig yfirgnaefir allt, sem
til greina kemur í öðrum íþróttum.
Skíðin eru einhver besta sam-
gönguhjálp, þar sem vetrarríki er
mikið, og er það hin mesta áhersla að
fræða menn um allt, sem að því lýtur
°g geta ferðast eftir landabréfi, og
yfirleitt er það æðsta boðorð skíða-
íþróttarinnar að menn kunni allt, sem
að íþróttinni lýtur.
Menn hafa komist að þeirri niður-
stöðu, að skíðaganga sé einhver hin
heilnæmasta íþrótt, sem á verður kos-
ið, og hafa verið byggð fjöldamörg
hressingarhæli, hátt í fjöllum uppi,
þar sem vel hagar til og ,,vel snjóar",
°g geta menn þar fengið bót við ýms-
um kvillum, sem erfitt er að ráða bót á
með venjulegum læknisaðgerðum. Er
það sérstaklega gegn ýmsum kvillum,
sem starfa af mikilli inniveru og ólofti,
ryki og reykjarsvælu — ellegar
óhentugri vinnu, en skíðaganga er
heilnæm og miklum mun áhrifameiri
en gönguferðir á auðri jörð, og er það
sérstaklega snjóloftiö, sem hér kemur
til greina.
Það, sem öllum byrjendum í þessari
íþrótt er þarfast að muna er það, að
glannaskapur er enginn fræknleikur.
Skíðamanni er það miklu nauðsyn-
legra að kunna að detta svo að hann
saki hvergi, heldur en aö geta sóðast
niður brattar brekkur, ef hann hefur
ekki meira vald á skíðunum en svo, að
hann er eins líkiegur að steypast á
höfuðið eins og að standa. Reglan á
að vera: Vertu djarfur, en ekki fífl-
djarfur.
Það er dásamleg skemmtun að
þjóta á skíðum um snævi þakin fjöll og
firnindi. Notið ykkur hana rækilega,
öll, sem eigið þess kost!
SLEÐARENNSLI
Af hverju renna sleðar og skautar
svo létt yfir ísinn? Hafið þið nokkurn-
tímann brotið heilann um það? Það
hafið þið áreiðanlega. Hér fáið þið
svarið: Þrýstingurinn á yfirborð íssins
hefur það íför með sér að ísinn þiðnar
og myndar því þunna himnu milli íss-
ins og hlutarins — og þessi þunna
himna hefur sömu áhrif og feiti, t. d.
sápa.
En um leið og þrýstingurinn hættir
(þegar skautarnir eða sleðinn þjóta
lengra) frýs vatnshimnan aftur.
stofnað 7. júlí árið 1922 af K.F.U.M.
Kvenskátafélög starfa yfirleitt á
sama grundvelli sem drengjaskátafé-
'ög. í sumum löndum eru kven- og
órengjaskátafélög undir sameigin-
legri yfirstjórn, en í flestum löndum
eru stúlkurnar sér, og hafa þær m. a.
sitt eigið alþjóðabandalag, stofnað
árið 1928.
Framhald.
BADEN-POWELL HEFUR SAGT:
„Meðan þú lifir á jörðinni, áttu að
reyna að láta eitthvað gott af þér
leiða, er varanlegt gildi hefur eftir
þinn dag.
Gott er að VERA góður, en betra er
að GERA eitthvað gott.“
25