Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1981, Qupperneq 40

Æskan - 01.01.1981, Qupperneq 40
Fyrstu frímerki ársins, sem leið, voru með myndum úr dýraríki landsins, þ. e. a. s. með myndum af ref og hundi. Þetta eru fremur lítil merki, eða 26 x 20 mm, og er liturinn á hundinum svart-hvítur, en á refnum brúnn. — Verðgildi er: Hundur 10 og refur 90. Hvorki ,,krónur“ né ,,aurar“ standa aftan við þessar tölur, en hið rétta er að þær merkja krónur fram að 31.12.1980, en eftir áramótin merkja þær aura. — Frímerki þessi eru prentuð í Frímerkjaprent- smiðju frönsku póstþjónust- unnar með aðferð sem kölluð er „Djúpprentun. — Útgáfu- dagur var 24. janúar 1980. — Útgáfunúmer er 191. íslenski hundurinn (Canis familiaris). Talið er líklegast, að íslenski hundurinn hafi komið með landnámsmönn- um frá Noregi, en hann er einnig náskyldur grænlensk- um sleðahundum. Hann er meðalstór, og aðaleinkenni hans eru upprétt eyru og hringuð rófa. Islenski hundurinn hefur fyrst og fremst verið notaður sem fjárhundur. Um miðbik þessarar aldar var orðið mjög lítið af hinum upprunalegu ís- lensku hundum, vegna blöndunar við innflutta hunda og munaði litlu, að þeir hyrfu alveg af sjónarsviðinu. Þeim var þó bjargað á síðustu LSLAND wíiMSXAUTARtfUS! Aí.O»*íí IAÍSOAU5 stundu, og eru þeir nú rækt- aðir bæði á íslandi og erlendis. Heimskautarefur (Alopex lagopus). Heimskautarefur- inn var eina landspendýrið á Islandi, þegar landið var numið af mönnum fyrir rúm- um 1100 árum. Auk Islands er þessi tegund útbreidd í Grænlandi og í nyrsta hluta Alaska, Kanada, Skandinavíu og Sovétríkjanna. Tvö litaaf- brigði eru til, og er annað hvitt á vetrum og grámórautt á sumrum, en hitt dökkt allt ár- ið. Hið síðarnefnda er í nokkrum meirihluta á íslandi. Heimskautarefurinn er tæki- færissinni í fæðuvali og á ís- landi étur hann allt frá hrygg- leysingjum og berjum upp í fugla og hræ af stærri dýrum. Næst í röðinni eru svo tvö frímerki með myndum af frægum, íslenskum mönnum, en þeir eru: Jón Sveinsson — Nonni og Gunnar Gunnars- son. Báðir eru mikilsmetnir rithöfundar. Jón Sveinsson (Nonni) fæddist 16. nóvember 1857 á Möðruvöllum í Hörgárdal en ólst upp á Akureyri til 12 ára aldurs. Þá hafði honum verið boðið utan til náms í Frakk- landi. Hann varð stúdent úr Jesúítaskóla í Amiens 1878 og stundaði síðan heimspeki og guðfræði á Niðurlöndum og í Englandi. Árið 1891 tók hann prestsvígslu í Jesúíta- reglu, en var lengi latínu- skólakennari í Kaupmanna- höfn og ferðaðist síðar víða um lönd og hélt fyrirlestra einkum um ísland og urðu fyrirlestrar hans á fimmta þúsund talsins. Hann stund- aði ritstörf mikið og varð heimskunnur af unglingabók- um sínum, Nonna-bókunum, en þær eru flestar frumsamd- ar á þýsku og hafa verið þýddar á um 30 tungumál. Efnið er sótt til æskuára höf- undar heima og erlendis. Hann andaðist í Köln 16. okt. 1944 og var jarðsettur þar. — Á Akureyri hefur verið sett á stofn minjasafn, sem tengt er minningu Nonna og eru þar ýmsir munir og handrit úr eigu hans. Gunnar Gunnarsson skáld fæddist 18. maí 1889 á Val- þjófsstað í Fljótsdal í Norð- ur-Múlasýslu en ólst upp á Ljótsstöðum í Vopnafirði. Hann fór ungur utan til Dan- merkur, og var við nám í lýð- skólanum í Askov á Jótlandi og var búsettur í Danmörku til 1939, er hann fluttist aftur til íslands og gerðist bóndi á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Hann byggði þar svipmikið íbúðarhús, en sem kunnugt er, gaf hann ríkinu jörðina og öll hús og fluttist til Reykja- víkur árið 1948, þar sem hann bjó til dauðadags 21. nóv. 1975. Kona hans var Franzisca Jörgensen frá Fre- dericia á Jótlandi. — Gunnar Gunnarsson var mikilvirkt og afkastamikið skáld. Margar bækur sínar ritaði hann jöfn- um höndum á dönsku og ís- lensku. Meðan hann dvaldist ytra frumsamdi hann rit sín á dönsku en þýddi þau síðar á íslensku. Sögur Gunnars hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál, enda er hann í hópi víðlesnustu rithöfunda ís- lenskra. Út hafa komið eftir hann skáldsögur, smásagna- söfn, leikrit og Ijóöabækur eða samtals um 40 ritverk. Þessi frímerkjaútgáfa var númer 192 og útgáfudagur 28. apríl 1'980. Merkin voru prentuð í Sviss meö prentað- feró sem kölluð ersólprentun. Stærð merkjanna er 25,7 x 36 mm og litir svart og brúnt. Þröstur Magnússon teiknaði. — Verðgildi þessarafrímerkja er 140 og 250, sem eins og

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.