Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 50

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 50
HVAÐ viltu VERÐA? Hvers er krafist af bifvélavirkja: í starfslýsingu bifvélavirkja er aö finna þessa lýsingu á starfi þeirra: 1. Bifvélavirki er lærður í hvers konar þjónustustörfum og viðgerðum á hreyfiknúnum farartækjum. Einn- ig vinnuvélum og tækjum sem geta verið hlutar annara heilda. 2. Bifvélavirki skal geta skilað vinnu samkvæmt leiðbeiningum og tæknilegum upplýsingum sem m. a. er að finna í handbókum fram- leiðanda. 3. Bifvélavirki skal að námi loknu vera fær um að vinna hvers konar verk sem verklýsing nær yfir með tilliti til vinnuverndar og faglegrar þekkingar. 4. Bifvélavirki skal kunna meðferð, beitingu og hirðu algengra verk- færa og véla svo og sérverkfæra og véla er framleiðendur ráð- leggja við tiltekin verk. 5. Bifvélavirki skal vera fær um að nota skipulegar, hagrænar að- ferðir við greiningu hvers konar truflana og galla í hreyfli og öðrum hlutum farartækja og framkvæma verkefni eins og sundurtekningu, mat á ástandi hluta, samsetningu, ísetningu, stillingar og nauðsyn- legar prófanir. ATVINNUHORFUR: Bílar og reyndar ýmiss konar vél- knúin farartæki eru hluti af umhverfi okkar, ekki aðeins á fslandi heldur um allan heim. Bifvélavirkjun er því al- þjóðleg atvinnugrein. (sland er m. a. þátttakandi í samræmingu bifvéla- virkjanáms á vegum Norðurlanda- ráðs, er væntanlega mun leiða til bættrar kennslu í greininni og jöfn- unar atvinnuréttinda bifvélavirkja á Norðurlöndum. Bílum fjölgar hraðar en svo að iðnfræðslan hafi undan, því er skortur á bifvélavirkjum í landinu. Aðbúnaóur og kjör bifvélavirkja eru síður en svo slæm og fara batnandi, enda er áhugi fyrir þessu gagn- kvæmur hjá stéttarfélagi bifvélavirkja og bílgreinasambandinu, þó ágrein- ingur sé um minniháttar atriði. At- vinnuhorfur munu vera nokkuð góð- ar, því að bifreiðum fer fjölgandi í landinu. Launin munu einnig vera sæmilega há. HVERNIG VERÐUR KOMIST í BIFVÉLAVIRKJANÁM: Hér verður reynt að skýra þetta nánar. Nemandi sem lokið hefur grunnskólaprófi með a. m. k. lág- markseinkunnir samkv. reglum menntamálaráðuneytis og er fullra fimmtán ára á um tvær höfuðleiðir (A og B) að velja og þá þriðju (D) sem er tilbrigði við þær fyrrnefndu A. Samningsbundið nám hjá bifvéla- virkjameistara, þar sem verklegt nám fer fram á vinnustað. B. Nám í málmiðnadeild verknáms- skóla sem veitir grunnnám málm- iðnagreina og síðan framhalds- deild bifvélavirkja. Starfsþjálfun á vinnustað er síðan undir eftirliti skólans. D. niDrigði við þessar höfuðleiðir væri t. d. þannig að nemandi færi í málmiðnadeild og síðan á náms- samning og lyki námi á vinnustað, eða nemandi færi á námssamning en síðan í framhaldsdeild bifvéla- virkja. Námstími samningsbund- inna nemenda (A) er 4 ár, í verk- námsskóla (B) u. þ. b. 3 ár, en ef tilbrigðaleiðin (D) er farin styttlist námstími samkv. mati iðnfræðslu- ráðs. Bóknám bifvélavirkja fer fram í iðnskóla, eru það tveir áfangar (bekkir) 15 — 16 vikur hvor. Námi bifvélavirkja lýkur með sveinsprófi, sem er hið sama hvaða leið sem farin er í náminu. HVERJIR VERÐA BIFVÉLAVIRKJAR: Þeir sem uppfylla fyrrgreind skilyrði til inngöngu hafa möguleika á að velja einhverja þeirra leiða er fyrr voru taldar, þetta á ekki aðeins við um pilta heldur einnig stúlkur. FRAMHALDSNÁM: Eins og sakir standa er nokkuð óljóst um framhaldsnám, á þetta reyndarvið um fleiri iðngreinar. Framhalds- eða viðbótarnámskeið bifvélavirkja hafa verið haldin í mörg ár en þau eru bundin við greinina. Væntanleg er braut til undirbúnings tækniskólanáms við iðnskólann í Reykjavík. Þá er möguleg innganga í II. stig vélskóla að loknu námi. Unniö er að þróun bifvélavirkja- náms og væntanlega fær það sinn réttláta sess í samræmdum fram- haldsskó'a framtíðarinnar. FELUMYND Hvar er garðyrkjumaðurinn? 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.