Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1981, Qupperneq 5

Æskan - 01.10.1981, Qupperneq 5
snerist í kringum Snúss-systur, á meðan þær gengu meðal gesta og heilsuðu upp á þá. Þær kysstu báðar Hákon Húnvetningagreifa og hann næstum þvífaðmaði Þær að sér. Skömmu seinna yfirgáfu þær staðinn í fylgd stóra svarta kattarins með hvítu bringuna. — Það er naumast hann Bringu-Surtur er búinn að smjaðra fyrir þeim Snúss-systrum, sagði greifinn og horfði ólundarlegur á eftir þeim. — Já, hann er líka farinn að slá um sig, sagði Ólijó. — Hann er farinn að líta á sig sem yfirvaldið í sveitinni. — Já, þetta hefur mér líka fundist, sagði greifinn. — Hann er nú líka búinn að taka í lurginn á mörgum Blönduósköttum og öðrum flækingsköttum. Þeir þekkja hann margir og eru alveg skíthræddir við hann, sagði stór hvítur köttur. Það fussaði í greifanum. — Hann hefur ekki tekið í lurginn á þeim sterkustu á Blönduósi, þeir sitja heima. Þetta eru óttalegir aumingj- ar, sem hann hefur tekið í gegn, aukvisar, sem hafa verið hraktir á flæking, sagði hann. — Ooooo, þeir eru stæltir sumir þeirra, sem eiga leið hér um, sagði Ólijó. — Nei, allt bölvaðar spírur, sagði greifinn. Álfur var búinn að kynnast Frissa fress, sem var jafn- aldri hans. Frissi átti heima hjá hreppstjóranum í sveit- inni. Hann var af vestfirskum ættum, fæddur á Bolung- arvík, en sendur tveggja mánaða gamall á heimili hreppstjórans. Álfur og Frissi flugust á í mosanum. Þeir komust að raun um að þeir voru álíka sterkir. Frissa langaði til að sjá Reykjavík, og Álfur bauð hon- um að búa heima hjá sér, kæmi hann til borgarinnar. Prissi sagði Álfi, að hann ætti kærustu, hún héti Bára og ®tti heima á Blönduósi. — Hún á heima hjá manni, sem á stóra sjoppu, sagði Frissi. — Ég hef farið nokkrum sinnum með Stínu, dóttur hreppstjórans, heim til Báru, hún er alveg æðislega flott — en þú mátt ekki segja neinum frá þessu. Álfur lofaði því. Ólijó var að leggja af staó heim til sín og spurði Hákon Húnvetningagreifa hvort hann kæmi með. Greifinn í fyrra bjó Byttótt sumarlangt á Bolungarvík og veiddi þá músina sem er í skálinni hennar. Eigendur Byttóttar björguðu hins vegar músinni, eftir að hafa tekið þessa mynd. ákvað að vera Ólajó samferða. Hann kallaði á Byttóttu og Álf. Stjáni kom ekki með þeim. Greifinn sagði, að hann væri kominn á eitthvað kattarstand lengst suður í mýri. — Hann verður alltaf snaróður, þegar hann kemst út á meðal katta, sagði greifinn. Sólin var komin upp og þurrkaði döggvotan gróður- inn. Kettirnir hröðuðu ferð sinni svo að þeir kæmust heim, áður en fólkið færi á fætur. Á leiðinni sagði Álfur Byttóttu frá kynnum sínum af Frissa fress. Hann sagði að Frissi ætlaði að koma til prestssetursins einhverja næstu nótt og leika sér við þau. Kettirnir komust heim fyrir fótaferðartíma fólksins. Það var lítið af fiski í stóru skálinni, en kettirnir skiptu honum jafnt á milli sín, þannig að allir fengu eitthvað í svanginn. Það var kominn svefntími fyrir Byttóttu og Álf, en Hákon ætlaði inn í bæinn til fólksins til að fá meira að borða. Hann lofaði Byttóttu og Álfi því, að þau fengju glænýja ýsu eða silung, þegar þau mættu koma undan sófanum um kvöldið. Tveir kettir stálu ostbita, en gátu ekki komið sér saman um hvernig þeir ættu að skipta honum. Þeir fóru því til apa, sem þótti vera kænn lagasnápur, °g beiddu hann að skera úr málinu. Apinn setti upp gleraugu og snýtti sér. Síðan tók hann ostinn braut hann í tvo parta misstóra, og lagði þá á vog. En er hann sá að þeir voru misþungir, tók hann stærri bitann, beit af honum stórt stykki og át. Við það varð hinn bitinn þyngri, og fór hann þá eins með APINN OG KETTIRNIR hann, og þannig fór hann með hvern bitann á víxl — ,,til þess að jafna metin,“ eins og hann komst að orði — þar til hvor bitinn var ekki orðinn stærri en lítill munnbiti upp í kött. Köttunum fór nú ekki að lítast á blik- una, og báðu apann að ónáða sig ekki meira þeirra vegna, kváðust vera ánægðir ef þeir fengju það sem eftir væri. — Nei, nei, mælti apinn, rétturinn verður að hafa sinn gang. Það sem eftir er, ber mér í skiptalaun. Síðan tók hann báða bitana, sem eftir voru og át þá. Að því búnu sleikti hann út um, tók af sér gleraugun og sagði rétti slitið. En kettirnir löbbuðu burtu meir en sneyptir. Svo fer þeim, sem deila að óþörfu. Kjörorðið er: ÆSKAN FYRIR ÆSKL'NA. 5

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.