Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 8
einn af mönnum hans. Á næsta augnabliki höfóu borg-
armenn umkringt Litla-Jón og tekið hann til fanga.
Borgarstjórinn var nú heldur en ekki hreykinn yfir því,
að hafa náö vini Hróa. Litli-Jón var rammlega bundinn
við tré eitt, og borgarstjórinn og menn hans lögðust í
rjóðrið til að hvíla sig.
,,Nú getur þú játað syndir þínar,“ sagði borgarstjórinn
við fangann. ,,í kvöld við sólarlag verður þú hengdur."
Meðan þetta gerðist inni í skóginum, hafði Hrói heilsað
upp á náungann.
„Góðan daginn, hittumst heilir," sagði Hrói. ,,Það er
heldur en ekki vígalegur boginn, sem þú ert með. Þú
hlýtur að vera góður skotmaður."
,,Þú veist nú lítið um þaó ennþá," sagði maðurinn
hreykinn.
,,Og þú ert á dýraveiðum í dag,“ sagði Hrói.
„Það er nú ekki svo vel," sagði maðurinn. ,,Ég er að
svipast um eftir ræflinum honum Hróa hetti. Ég er að
hugsa um að fara með hann til Nottingham."
„Það hlýtur að vera erfitt að finna hann, ræfils-
skömmina, í svona þéttum skógi,“ svaraði Hrói.
„Það er nú einmitt það. Ef þú gætir vísað mér á bæli
hans, skyldi ég gefa þér fulla skjóðu af silfurpeningum.
Þú lítur annars út fyrir, aó vera í flokki Hróa. Þú ættir að
rata,“ sagói maðurinn lymskulega.
„Þú ert skarpskyggn," sagði Hrói. „Það er ekki
ómögulegt, að ég þekki Hróa, ræfilinn. Ég kenni annars í
brjósti um hann, ef hann á að berjast við annan eins
kappa og þig. En hvað um það, ef þú efnir orð þín, skal ég
vísa þér á fylgsni hans.
„Ég geng að því,“ sagði maðurinn. „En ef þú hyggst að
svíkja mig, þá mundu það, að fyrir þessum hérna skjálfa
allir í Nottingham." Um leið og hann sagði þetta, rak
hann krepptan hnefann upp að nefinu á Hróa.
„Vesalings ræfillinn", sagði Hrói. „Ég hefði annars
gaman af að sjá þig skjóta með boganum þínum. Hrói
höttur er frægur bogamaður, en boginn hans kemst þó í
engan samjöfnuð við þinn. Við skulum koma og skjóta til
marks. Okkur liggur ekkert á.“
Maðurinn var upp með sér af skjallinu og var fús til ac5
reyna sig. Hann sagði, að nú skyldi Hrói fá að sjá besta
bogamann landsins.
„Vesalings ræfillinn,“ sagði Hrói. Maðurinn brosti í
kampinn, því að hann hélt að hann ætti við Hróa hött.
Þeir bjuggu nú til skotskífu úr tveim greinum og
hengdu hana upp í tré í þúsund metra fjarlægð.
„Nú skalt þú byrja," sagði Hrói. „Sá betri fyrst."
„Nei, byrja þú,“ sagði maðurinn. „Þegar þú ert búinn
að sjá mig skjóta, þorir þú ef til vill ekki að reyna."
Hrói spennti því næst bogann og sendi ör af streng-
Hún flaug tæpum þumlung utan við markið. — Þá var
röðin komin að skinnklædda manninum. Hans ör fór
meira en fet frá markinu. Samt var hann duglegur skot-
maður, því að næsta örin hans fletti berkinum af skot-
markinu.
„Ha, ha, leiktu þetta eftir, yrðlingurinn þinn", sagði
hann.
„Gerðu þaó, sem þú getur, yrðlingur, og láttu ekki
stóra fálkann éta þig,“ sagði Hrói um leið og hann skaut.
Örin þaut hvínandi gegnum loftið og hitti skífuna, þar
sem greinarnar voru festar saman, svo að hún datt
niður.
„Jæja,“ sagði maðurinn, svipþungur. „Þetta var ein-
kennileg tilviljun. Ég get hugsað, að þú sért eins góður
bogamaður og Hrói Höttur sjálfur."
UPPGÖTVUN hjólsins var merk fram-
för í samgöngum og er talið að tvö
þúsund árum fyrir Krist hafi Egyptar
og Assýríumenn verið farnir að nota
vagna. Það var ekki fyrr en þrjú þús-
und árum síðar, eða þegar leið að ár-
inu 1000 eftir Krist, að Evrópumenn
komust upp á lag með að nota vagna.
u»
Skátaopnuna er að finna í hverju blaði ÆSKUNNAR.