Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 12

Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 12
un meö Gullu. Hún var þjófur og þar með var það útrætt mál. Þegar Jóhanna ætlaði í skólann einn morgun viku síðar, var hún að flýta sér. Þá gat hún ekki náð út skúffunni í dragkistunni. Það hlaut að hafa farið eitthvað á milli. Hún togaði og kippti í hana, svo að dragkistan færðist fram á gólfið, en skúffan hreyfðist ekki. ,,En hvað gengur á?“ spurði mamma hennar. ,,Hvers vegna ham- astu svona í skúffunni?" Hún ætlaði að ýta dragkistunni aft- ur á sinn stað, en þá greip Jóhanna í handlegginn á henni og sagði undr- andi: „Mamma, sérðu seðilinn þarna?“ Þetta var alveg rétt. Þarna lá fimm-krónu-seðill tvíbrotinn. Jóhanna svitnaði. Fimm-krónu- seðillinn — Gulla — hvernig gat þetta verið — hún hafði þó haft hann með sér um daginn. En allt í einu mundi hún eftir, að hún hafði lagt seðilinn á dragkistuna, því aó þá kallaði mamma og sagði, að hún væri að verða of sein — og þá hljóp hún í spretti í skólann. ,,Já, þetta er hræðilegt!" sagði mamma hennar, sem skildi nú, hvernig þessu var varið. ,,Þá hefur hún sjálf átt seðilinn og verið grunuð um þjófnað alltaf síðan." „Mér þykir þetta svo leitt," sagði Jóhanna. ,Þetta hlýst allt af því, hvað ég e? ’’ .. 'in. Hvernig gat ég gleymt þeccju? , ,erð , j strax í skólann," sagði m 'mma tiei nar, ,,og svo sérð þú um ao leiðrétta þetta, svo að Gulla fái fulla uppreisn. Svo legg ég til, að þú gefir henni 5 krónur úr aurabauknum þínum að auki fyrir smán og sársauka. Það á hún sannarlega skilið." Jóhanna tók skólatöskuna sína og hafði báða seðlana í annarri hendinni. Allir voru komnir, þegarhún kom móð og másandi. Gulla sat í sæti sínu og lét eins og hún læsi. „Heyrðu, Gulla," stamaði Jóhanna. „Getur þú fyrirgefið mér? Ég fann 5 krónurnar mínar heima — og hér eru þær og aðrar 5 krónur að auki, — fyrir. . hún var nærri búin að Á stéttinni fyrir framan setustofu- gluggann sátu tvær kisur og sleiktu sólskinið. Önnur var svört og var kölluð Nótt. Dyravörðurinn, sem átti heima í kjallaranum, átti hana. Hin var kölluð Mjallhvít og átti í rauninni hvergi heima, en oft var skotið skjóls- húsi yfir hana í kjallaranum, og í húsunum í kring var henni oft gefin mjólk að drekka, því aö þetta var allra fallegasti og þrifalegasti köttur, þótt hann væri flækingur. Það mátti næst- um segja, að Mjallhvít væri að eignast heimili þarna í kjallaranum. Nú, þær stallsystur, Nótt og Mjall- hvít, voru að rabba saman þarna á stéttinni og umræðuefnið var nýr húsköttur, sem húsmóðirin uppi hafði eignast. „Hann er kallaöur Gulur," sagði Nótt ólundarlega. „Hann þykist víst vera fínn herra, hann er af Angóra- kyni, og sefur á silkikodda, og það er dekrað við hann sýknt og heilagt. Stundum hefi ég séð vinnukonuna þvo honum." „Þetta er vafalaust ónytjungur," sagði Mjallhvít. „Ekki þarf ég annað en tunguna til þess að halda mér hvítri og hreinni." En nú heyrðu þær, að barið var í gluggann varlega. Það var þá Gulur, sem hafði hoppað upp í gluggakist- una, og nuddaði hausnum á rúðuna. „Ertu að hlera?“ sagdi Nótt. „Skammastu þín ekki," sagði Mjallhvít. „Verið þið ekki svona afundnar," sagði Gulur mjúklega, því að hann var kurteis vel, enda fengið fyrirmyndar uppeldi, „mig langar til þess að vera með ykkur." segja smán og sársauka, en fannst það eitthvað svo skrítið, áttaði sig og bætti við, „af því að ég hef verið svo mikill bjáni.“ Allir í bekknum höfðu heyrt þetta. Gulla varð vör við, að hún var nú eins og áður miðdepillinn fyrir forvitni þeirra. Hún sat fyrst alveg þegjandi og horfði á báða seðlana á borðinu sínu. „Á ég að eiga þá?“ spurði hún að lokum varfærnislega. „Já, auðvitað „annan þeirra áttu, og hinn áttu að eiga, af því að við héldum allar, að þú værir þjófur. Þetta hafa eflaust verið erfiðir dagar fyrir þig" SEKEÐASAJ LAUS Afgreiðsla ÆSKUNNAR er að Laugavegi 56, sími 17336. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.