Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1981, Síða 15

Æskan - 01.10.1981, Síða 15
■■■■■ ÆVINTÝRI RÓBÍNSONS Fáar sögur hafa fyrr og síðar átt jafn- miklum vinsældum að fagna sem sag- an af Róbínson Krúsó. — Lengi hefur það verið draumur ungra og fram- gjarnra unglinga, að lifa frjáls og óháður og móta umhverfið eftir eigin höfði. Fæstir eiga þess kost, enda er það ekki öllum hent. Ævintýrið af Róbínson Krúsó, sem hér hefst, er í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar skálds, og vita flestir íslendingar hver snillingur hann var bæði á Ijóð og óbundið mai. glópsku þinnar, en þá mun enginn verða til þess að þér hjálparhönd." Föðurnum stóðu tár í augum, er hann mælti þetta, enda viknaði líka Róbínson yngri af hjarta og einsetti sér að gera föður sínum til skaps og láta af ósk sinni, þó að honum félli það þungt. En því var miður að strax daginn eftir var þessi góði ásetningur farinn veg allrar veraldar, og meira að segja, Róþínson varð nú staðráðinn í því að strjúka burt frá foreldrum sínum til þess að fara eina stutta ferð. Hann bætti því við, að þegar hann væri kominn heim aftur, þá skyldi hann verða þess ástundunarsamari, en áður yrði hann endilega að bregða sér dálítið út í heiminn, þvíað til þess hefði hann ósigrandi löngun. Móðir hans ávítaði hann harðlega og fullvissaði hann um þaó, að faðir hans mundi reiðast, ef hún gerðist tals- maður hans í þessu máli. Samt fórsvo, að daginn eftir áttu foreldrarnir tal saman um hagi og velferð Róbín- sons. Við það tækifæri urðu föðurnum nokkur orð á munni er Róbínson heyrði, og voru þau á þessa leið: „Drengurinn gæti orðið lánsmaður hér heima, en fari hann til útlanda, þá verður hann vafalaust sá aumasti maður í veröldinni; ég get ómögulega gefið honum RÓBEVSON KRÚSÓ Fyrsta ferð Róbínsons í borginni Jórvík á Englandi var maður vel efnaður, Róbínson Krúsó að nafni. Honum fæddist sonur árið 1632. Faðirinn vandaði uppeldi þessa sonar síns sem mest mátti verða og ætlaðist til, að hann seinna meir •egði stund á lögfræði. En þegar Róbínson yngri var kominn úr barnæsku, þá þróaðist æ meira og meira hjá honum löngun til sjólífs og farmennsku og það svo, að varla varð við ráðið. Þetta fékk föður hans áhyggju, og Það því heldur sem báðir eldri synir hans höfðu gengið í hermanna stétt og fallið í herferð nokkurri. Hann gerði sér því allt far um að setja Róbínson, syni sínum fyrir sjónir, hvílíkt óráð það væri að gefa sig farmennsku. Það var einn dag, að hann mælti til hans þessum orð- um: ,,Þú vilt yfirgefa heimili þittog föðurland, þarsem þér þó eru allir vegir opnir til að lifa rólegu og farsælu lífi. Það eru ekki nema stórbornir menn, sem gera það úr fátækt og vandræðum að freista hamingjunnar og lifa ævin- týralegu lífi. Og það skaltu vita, sonur minn, að aldrei mun Guð blessa þig, ef þú framkvæmir ætlun þína, já, þú mátt vera viss um, að fyrr eða síðar munu þig iðra samþykki mitt til slíkrar ferðar, sem hann ætlar sér að fara." Þessi orð höfðu spádómslega þýðingu fyrir ókomna ævi Róbínsons; hversu oft mátti hann síðar minnast þeirra með hinum beiskasta trega! Að nokkrum tíma liðnum bar svo til einhverju sinni, að hann var staddur í Hull. Þar hitti hann einn af vinum sínum, sem var einmitt að búa sig af stað, og ætlaði til Lundúnaborgar á skipi föður síns. Þessi ungi maður var hinn blíðasti við Róbínson, tók hann við hönd sér og mælti: „Hvernig líst þér nú á það, kunningi, að létta þér upp og slást með í feróina til Lundúnarborgar?" Róbínson varð himinlifandi af fögnuði, stóð við snöggvast og segir eftir stutta athugun: ,,Ég er peninga- laus." „Hvað gerir það?“ sagði hinn hlæjandi, ,,þú getur lifað á minn kostnaó." Róbínson var nú fastráðinn. Hann gleymdi öllum ræktar-skyldum við foreldra sína og 1. september 1651 steig hann á skipsfjöl og hóf þessa ferð sína. Sjaldan hefur refsing fyrir drýgðan órétt byrjað eins fljótt og staðið eins lengi yfir eins og sú, er nú kom niður á vesa- lings Róbínson. Varla var skipið komið út úr hafnarmynninu, þegar fið vinum ykkar eins árs áskrift af ÆSKUNNI 15

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.