Æskan - 01.10.1981, Qupperneq 21
Llr kvlkmyndlnnl „Gulllykllllnn".
Þetta leiðir mig að öðru vandamáli, sem höfundar
barnakvikmynda þurfa að glíma við. Á því er enginn vafi,
að allir leitast þeir við að skapa lifandi verk um börn og
fyrir börn. En hvernig er hægt að ákveða trúverðug-
leikastig kvikmyndar, sem ætluð er unglingum? Það er
ekkert leyndarmál, að meðal rithöfunda og kvikmynda-
gerðarmanna eru eindregnir fylgismenn þess að sýna
lífið í rósrauðu Ijósi. Röksemdir þeirra virðast einfaldar
og rökréttar: Einstaklingur, sem elst upp með því sem
fallegt er virðist líklegri til þess að veróa góður maður
heldur en sá sem aðeins þekkir hið illa.
í kjölfar Mark Donskojs hafa sovéskir kvikmynda-
gerðarmenn einnig reynt, að sjálfsögðu hver eftir sinni
getu, að leysa þetta höfuðvandamál. Árangurinn eru
myndir eins og Bjallan hringir, opnió dyrnar! eftir
Alexander Mitta. Þetta verk, sem raunar var ætlað
drengjum og stúlkum en nýtur einnig mikilla vinsælda hjá
fullorðnum (öfugt því sem átti sér stað um Bernskun), er
athyglisvert fyrir þá staðreynd, að bernskan er ekki kynnt
sem heimur auðveldleika og einfaldleika þar sem allir
erfiðleikar leysast skjótt og öll sár gróa fljótt. I' samúð
okkar með söguhetjunni, sem er 12 ára stúlka, gerum við
okkur Ijóst, að þetta tímabil í lífi hennar, eins og annarra
jafnaldra hennar, er ábyrgt tímaskeið gætt raunveruleg-
um tilfinningum. Við sjáum, að stundum er stúlkan til-
finningaheitari, betri, og þegar allt kemur til alls, á sið-
ferðilega hærra stigi en sumir hinna fullorðnu. Þegar
móðir hennar segir við hana alvarleg, í einlægni og án
minnsta votts af hæðni: „Ég virði þig einnig," finnur
áhorfandinn til mikillar ánægju vegna þess að orðin
hljóma svo sönn. Vegna þess að öll myndin ber glöggt
vitni um einlæga virðingu fyrir hinum innra heimi ung-
lingsins.
SÉRSTAKLEGA HANDA
UNGUM ÁHORFENDUM
Árlega eru gerðar í Sovétríkjunum upp undir 30 kvik-
myndir í fullri lengd, sem ætlaðar eru börnum. Nálega
helmingur þeirra er gerður af Gorkí barna- og æsku-
lýðskvikmyndaverinu í Moskvu, eina kvikmyndaveri
heims sinnar tegundar. Þetta stóra nútímafyrirtæki er
þegar orðið 40 ára gamalt og starfslið þess telur um 3000
manns, þar á meðal eru heimskunnir meistarar eins og
Mark Donskoj, Sergei Gerasimov og Stanislav Rostotskí,
sem eru kunnir kvikmyndagerðarmenn og leikarar.
Auk þess framleiða öll sovésku teiknimyndaverin, 18
að tölu, kvikmyndir fyrir börn og unglinga. Kvikmyndaver
utan Rússlands, en þau eru starfandi í öllum sambands-
lýðveldunum 15, framleiða kvikmyndir á því tungumáli,
sem talað er í lýðveldinu, en síðan er sett inn á þær
rússneskt tal. Þannig að börn um allt landið geti notið
þeirra.
Ungum börnum er aðallega boðið upp á teiknimyndir
og leikbrúðumyndir, sem framleiddar eru af Sojuzmult-
film kvikmyndaverinu í Moskvu og kvikmyndaverum í
fleiri sovéskum borgum.
Sovésk ungmenni njóta einnig forréttinda hvað varðar
dreifingu kvikmynda: Starfandi eru 325 kvikmyndahús,
sem einvörðungu helga sig sýningu barnamynda. Auk
þess sýna öll kvikmyndahús „fullorðinna" einnig barna-
myndir. Aðgöngumiðinn kostar aðeins 10—15 kópeka,
eða minna heldur en einn rjómaís. Barnakvikmyndir eru
ákaflega vinsælar í Sovétríkjunum: Árið 1978 var seld ein
billjón aðgöngumiða að slíkum kvikmyndum.
ÁRANGUR SUMARSINS!
Afgreiðsla ÆSKUNNAR er að Laugavegi 58, sími 17336.
21