Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1981, Page 22

Æskan - 01.10.1981, Page 22
1. Beethoven samdi sum frægustu tónverk sín eftir að hann missti heyrnina. Hverjar voru frægustu sinfóníur hans? 2. Hvernig er læknamerkið? 3. Hvernig snýst jörðin? 4. Hvaða tvö tungumál eru töluð í Belgíu? 5. Fyrir hvað er Páskaeyjan fræg? 6. Hve mikill hluti andrúmsloftsins er köfnunarefni? 7. Hvaða strengur fiðlunnar hljóm- ar dýpst? 8. Hvaða haf er saltast? 9. Hver skrifaöi bækurnar David Copperfield og OliverTwist? 10. Hver hlaut viðurnefnið „Járn- kanslarinn"? 11. Hvort eru miðjarðarlínan eða há- degisbaugarnir lengri? 12. Hvað er til sýnis á safni Madame Tussaud í London? 13. Hvar var Grettir Ásmundarson drepinn? Og hvað var hann þá gamall? 14. Hvaða hljóðfæri er það, sem ekki er hægt að leika tónstigann á? 15. Gáta: Mér að glansa er mér lént, þó sjaldan Ijótur, orðið tjáist á mér þrennt: auga, haus og fótur. jnddeuH ;bí?Ð 'Sl — ueiuujoji pi — '!9J!i -e6e>(s J Aa6ueja i ||ewe6 bjb ge uu| -dejp jba uueH et — suisiujeg ujes -epuÁuJxeA eiseöæjj je gec| jjpuAuJ -xba 'Zl — 'J!UJe6neqs!6epeH 'VV — >(Ojeujs!g oi. — sue>|0!a se|jeqo '6 — QgeqeQnea e — •uuunöuejjs-O 'L — 'JBiniq n;ujuj!j jypfj '9 ■jnuÁ!su!6is jb|ujb9 g -e>jsujae|j 6o ofsuejj j? sjnjsne i;i ujssa bjj e — 'ujn uejn 6|s jnjsA e6ue|s uies ‘Jnjejs Z — (uejuojujs 9) ,,|ejojsed“ 60 (ubiuojuis e) ,,eo!Ojg“ njs sue -Aoqjesg jnjuojujs njsnöæjd j joas Það var að vorlagi og verið var að gera við húsið, einkum efri hæðina. Þess vegna var það að ég svaf um tíma niðri íkjallaranum og notaði sem hvílu gamlan legubekk, var hann ágæturtil þeirra hluta. Þarna niðri voru einnig fleiri gömul húsgögn, t. d. var þarna annar gamall legubekkur beint á móti þeim, sem ég svaf á. Fljótlega fór ég að taka eftir því, að svartur köttur, sem ég ekki kannaðist við, lá á bekknum á móti mér, einkum seint á kvöldin. Þegar ég horfði á hann og hugsaði um þaö hver mundi eiga hann, var það oftast svo, að hann hoppaði niður á gólfið og tölti síðan út. Að vísu áttum við svartan kött, en ég var alveg viss um að þetta var ekki hann, enda kom það einu sinni fyrir, að ég sá okkar kött úti í garði meðan þessi lá á bekknum á móti mér inni í kjallaranum. Ég hafði nú ekki orð á þessu við neinn úr fjölskyldu minni fyrst um sinn, en að lokum gat ég þó ekki stillt mig um að tala um þennan dularfulla svarta kött við dóttur mína. Hún var nú ekkert smábarn lengur, orðin 19 ára. Þetta kom henni ekki neitt á óvart. „Jú, þennan kött hef ég oft séð,“ sagði hún. Og kvöldið eftir þegar við vorum báðar tvær niðri í kjallara, sáum við svarta köttinn báðar tvær. Nokkru síðar færði ég þetta í tal við manninn minn. Ekki kom það honum heldur á óvart: „Já, góða mín," sagði hann. „Þennan vofu-kött hef ég séð mörgum sinnum, en ég hef ekki viljað gera þig hrædda með því að fara að tala um yfirnáttúrulega hluti sem gerðust í kjallaranum hjá okkur, en sem sagt, ég hef oft séð hann kisa og kann enga skýringu á þessu fyrir- brigði." Og svo til þess að kóróna allt saman spurði nýja stofustúlkan mig fljótlega eftir að hún kom til okkar, hvort við ættum tvo svarta ketti. „Ég sá einn niðri í kjallara og annan uppi í stofu." Nú liðu fram stundir og þar kom að dóttir mín gifti sig og flutti í annað bæjarhverfi nokkra kílómetra héðan. Nokkru síðar kom mér það til hugar, að nú sæi ég aldrei svarta köttinn í kjallaranum, já og hafði raunar ekki séð hann síðan dóttir mín flutti. Þetta sagði ég henni næst þegar ég hitti hana. „Já,“ sagði hún, „það er nú ekkert undarlegt, því að hann flutti nefnilega með mér. Heima hjá mér sé ég hann jafnoft og áður.“ (Lausl. þýtt úr sænsku) Sænsk húsmóðir segir frá. 22

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.