Æskan - 01.10.1981, Síða 27
liBJÖSSI 80LLA
soifDfzeka-
fLug\t>
25. ,,Jæja frú mín góð,“ segir Bjössi við kon-
una í lestinni, ,,á meðan á þessu peningamáli
stóð hefur hundurinn þinn étið allt nestið mitt.“
„Hvaða matur var það?“ spyr konan. ,,Það var
kaka með gamalosti ofan á,“ segir Bjössi.
26. ,,Oj bara! hundurinn lyktar allur af osti,“
skrækti konan og gretti sig. — ,,Og dýra-
læknirjnn sagði einmitt aö þú ættir að lifa ein-
göngu á léttum hundamat úr dós!“ ,,já, ostur-
inn minn er sérlega þungur í maga,“ sagði
Bjössi og hafði gaman af.
27. ,,Þei, þei, þegið þið! Það er eitthvað uppi á
farangurshillunni, sem segir tikk, takk, tikk,
takk. Er þarna kannski sprengja?" sagði konan
sem var í bláu kápunni. ,,Jú nú heyri ég það
líka,“ sagði sú með hundinn.
28. Bjössi opnaði bakpokann sinn og tók út úr
honum vekjaraklukku. Hún getur nú alveg eins
staðið hér niðri á paltborðinu. En allt í einu fór
klukkan að ,,vekja“ eða hringja og það mjög
hátt. „Getur þú ekki stoppað þennan
klukkuskratta?" sagði konan meö hundinn.
Texti: Johannes Farestveit. — Teikn.: Solveig M. Sanden.