Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1981, Side 37

Æskan - 01.10.1981, Side 37
Stuttbuxurnar koma sér vel viö erfiðisvinnu og í gönguferðum og við tjöldun og eins ef klífa þarf. Þær eru ódýrari en síðbuxur og heilsufræði- lega séð betri. Fótleggirnir eru alveg óþvingaðir, og loft getur leikið um þá. Og annar kostur þeirra er sá, að þið getið verið sokkalaus, þegar blautt er úti, og eigið ekki á hættu að bleyta föt ykkar. Sokkunum er haldið uppi með sokkaböndum með grænum skúfum, sem sér á niður undan uppbrotinu. Skór eru betri en há stígvél, sökum þess að þá getur loftið leikið um fót- leggina og dregið úr hættu þeirri er stafar af kuldanepju og ertingu, er rakir sokkar einatt valda, þegar þétt- reimuð stígvél eru notuð. Skátar um allan heim eru tengdir bræðraböndum sökum ríkjandi sam- kvæmni og samhæfi um gerð og notkun skátabúningsins. Hreyfingu okkar er sómi í, að hver einstakur skáti klæðist einkennis- búningum á réttan hátt og útbúnaður hans allur beri vott um smekkvísi og fegurð. Slíkt sýnir virðingu hans fyrir sjálfum sér og sveitinni í heild. Að festa saman stafi. Það getur oft komið fyrir, að þið þurfið að binda saman tvo stafi í kross, en þetta er vandgert ef bindingin á að vera föst og stöðug. Hér á myndunum sjáið þið hvern- ig best er að binda. Þið búið fyrst til iykkju á spottaendann, eins og sýnt er á 1 og bregðið henni utan um stafina (sjá mynd 2.) Nú er vafið fast um samskeytin þrisvar til fjórum sinnum (mynd 3) í þá átt sem örin sýnir, og loks er endanum vafið nokkrum sinnum utan um stafinn. tZ9 33 * 69 & .•* •V6 é* >V7 66« * ’va fst VI ® * «56 •« .55 Lalli á langa ferð fyrir höndum. Til hvaða lands er hann að fara? Ef þið dragið strik frá 1 til 2 og svo áfram til 85 finnið þið rétta svarið. AÐ RATA RÉTT Sá sem vill ferðast og komast leiðar : sinnar á sem öruggastan og bestan hátt, lærir að nota kort og áttavita. ; Hann veit, hve mikið er undir því komið, aö hann læri þetta rétt og haldi ; kunnáttunni við. Skátalögin eru nokkurs konar áttaviti. Þau ætti eng- : inn að læra í belg og biðu, heldur hugleiða, hvernig á að notfæra sér I þau í daglegu lífi og samskiptum við I annað fólk til dæmis. ,,Skáti segir ávallt satt", o. s. frv. Lestu skátalögin I daglega. NÝIR áskrifendur fá einn eldri árgang í kaupbæti 33

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.