Æskan - 01.10.1981, Qupperneq 44
Einu sinni bjó lítill blýantur heima á
borðinu hennar Grétu litlu. Gréta
teiknaði með honum alls konar dýr og
hluti, og blýanturinn var orðinn þessu
svo vanur, að það mátti heita að hann
væri farinn að teikna sjálfur. Það var
því ekki aó furða, þó að Grétu litlu
þætti vænt um þennan litla blýant.
Einu sinni þegar Gréta litla var
sofnuð, kom lítil mús upp á boróið,
þar sem blýanturinn lá. Þegar músin
sá blýantinn, dró hún hann niður á
gólfið og alla leið inn í holuna sína,
sem var úti í horni.
,,Viltu ekki gera svo vel og sleppa
mér?“ sagði blýanturinn dálítið æstur.
„Hvert ætlar þú að fara með mig? Ég
er búinn til úr tré, svo að þú getur ekki
étið mig.“
,,Ég ætla bara að naga þig. Mig
klæjar svo agalega mikið í munninn,
ég má til að fá eitthvað til að naga. —
Rétt si svona!" Og svo beit músin í
blýantinn, svo að hann fann voðalega
mikið til.
,,Æ, æ!“ veinaði blýanturinn. —
„Lofaðu mér að minnsta kosti að
teikna eina mynd áður en þú étur
mig.“
,,Jæja þá,“ sagði músin. „Teiknaðu
þá eitthvað. En síðan skal ég naga þig
uþp til agna."
Blýanturinnn andvarpaði djúpt og
fór síðan að teikna stóran hring.
,,Er þetta ostur?" spurði músin.
,,Það getur vel verið," sagði blý-
anturinnog teiknaði þrjá litla hringi í
viðbót.
,,Þetta er víst ostur," sagði músin.
,,Og það eru meira að segja göt í
honum."
,,Það getur vel verið," sagði blý-
anturinn og teiknaði nú stóran hring
við hlið hinna.
,,Þetta er epli," öskraði músin.
,,Ja, kannski," sagði blýanturinn og
teiknaði nú aflangan hring fyrir neðan
hinn.
,,Ég veit hvað þetta er,“ skrækti
músin. „Þetta er pylsa. En nú skaltu
hætta, því að mig langar svo mikið til
að fara að naga þig.“
„Bíddu svolítið," sagði blýanturinn,
og svo fer hann að teikna tvö horn á
efsta hringinn.
Þegar músin sá þetta, skrækti hún
af hræðslu og sagði:
„Þetta líkist ke . . . Teiknaðu ekki
meira."
En þá hafði blýanturinn þegar
teiknað veiðihárin.
„Þetta er reglulegur köttur!"
skrækti músin dauðhrædd. „Bjarg-
aðu mér!" — Og svo steypti músin sér
kollhnís inn í holuna sína. Síðan hefur
enginn séð hana. En blýanturinn lifir
enn á borðinu hennar Grétu. En hann
er nú orðinn gamall og bara ofurlítill
stubbur.
H. J. M. þýddi.
HANDAVINNA
Þegar lítið er að gera, er oft gott
að hafa eitthvert föndur-verkefni
til þess að glingra við. Tökum til
dæmis þetta: Fyrst er búin til
„beinagrind" dýrsins og er hún
gerð úr pípuhreinsurum (sjá A).
Beinagrindin er styrkt með
pappírsræmum, sem settar eru
fastar með límbandi. — Síðan er
dýrið fyllt upp (eða formað) með
hnoðleir, sem harðnar án
brennslu (Das-leir) eða þá papp-
írs-„massa“. Sá „massi“ er
þannig gerður, að pappír er reitt-
ur niður í smásnepla og blandað
saman við veggfóðurlím, leyst
upp í vatni. Eftir nokkurn tíma,
þegar dýrið er orðið vel þurrt og
sæmilega hart viðkomu, má slípa
það með sandpappír og mála það
með vatnslitum. (sjá mynd B)
1
L
r
40