Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 46
HVAÐ HEFUR BREYST?
Ofan til vinstri: Þegar skógareldar eru nægilega heitir,
valda þeir oft rigningu og þrumuveðri, sem slekkur eld-
inn. — Að neðan til vinstri: Hvað er hægt að nota í
staðinn fyrir korn til þess að ala svín? Þroskaða banana
og verður hýðið að vera með. — Til hægri: Louis
Pasteur (1822—1895), sem fæddist i Frakklandi og var
sonur sútara, framleiddi fyrstur manna lyf til þess að
lækna hundaæði í mönnum og dýrum og stendur
því mannkynið í mikilli þakkarskuld við hann.
KLUKKAN, SEM
DATT Á GÓLFIÐ
Já hún datt niður og brotnaði
þannig að skífan, með tölunum,
hraut í þrjá hluta. En svo skrítið
sem það var, varð það þó þannig,
að þegar eigandinn lagði saman
tölurnar á hverju broti, þá fékk
hann sömu útkomu úr þeim öll-
um. Og nú er spurt: hvernig
brotnaði skífan?
Gerið lausleg strik með blýanti yfir
úrskífuna á myndinni.
ÆSKAN mun alltaf verða ung, ánægjuleg og íróðleg.
42