Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 8
Hérna eru þau Helena og Finnur nýtrú-
lofuð í Alþýðuhúsinu á Akureyri 1959.
Þetta var mjög erfitt. Þá var ég farin
að syngja dægurlög og söng þessa
sálma í Dómkirkjunni við undirleik
Ragnars Björnssonar. Ég var mjög
taugaóstyrk, Ragnar hélt öllum tónum
svo lengi eftir að ég var hætt og mér
fannst eins og ég væri að kafna. Svo
var það ekki til að bæta, að inn í allt
þetta spilaði allskyns misskilningur. Eitt
skiptið var búið að panta samtímis upp-
töku í gamla Landsímahúsinu með mér
og Atlantic kvartett og upptöku með
mérog Ragnari í Dómkirkjunni. Ragnar
varð reiður þegar hann komst að þessu
og þetta var allt mjög erfitt.
Gerði það sem
mér var sagt
Fólk hlýtur að heyra það á röddinni á
þessari plötu hvað röddin breyttist á
þessum fimm árum sem liðu á milli
þess sem ég söng jólalögin og
sálmana. En platan seldist vel og sálm-
arnir eru spilaðir enn þann dag í dag (
óskalagaþáttum í útvarpinu. Mér finnst
alltaf mjög óþægilegt að heyra þetta,
og hef aldrei verið fullkomlega sátt við
þessa plötu.
En á þessum aldri gerði ég bara það
sem mér var sagt að gera, ég hafði
engan umboðsmann eða neitt þess
háttar og aðeins 16 ára gömul hlýddi
ég bara. Þegar ég var að syngja lög
eins og Hvítir mávar, sem er í tveim
röddum var ég ein, það var enginn sem
hjálpaði mér neitt. Undirspilið var
norskt og ég fékk fyrirmyndina frá Nor-
egi en þetta lag hafði gengið mjög vel
þar. Tage Ammendrup vildi fá þetta á
plötu á íslandi með íslenskum texta, og
ég gerði það sem hann sagði mér. Ég
fór með undirspilið í herbergið mitt og
lærði þetta sjálf. Ég hugsa oft um það
núna hvað ég var virkilega hugrökk að
þora þetta. En mér fannst þetta ósköp
eðlilegt þá.“
— Lagið Hvítir mávar varð mjög
vinsælt og einstaklega langlíft, enda
heyrist það í útvarpi enn þann dag í
dag. Hvað varst þú gömul þegar þú
söngst það?
„Ég var 17 ára og ég man að ég var í
Tónlistarskólanum á þessum tíma,
reyndar meira að nafninu til. Þegar
þetta lag kom út króuðu þeir mig af úti í
horni nokkrir ungir hljóðfæraleikarar í
Reykjavík og hundskömmuðu mig fyrir
að vera að syngja með erlendu undir-
spili, ég væri að taka af þeim vinnu!
Annars syng ég Hvíta máva ennþá og
losna sennilega aldrei við það lag. Það
eru alltaf einhverjir sem biðja um það á
dansleikjum. Það er víst engin hætta á
að ég ruglist í textanum."
- Víkjum aðeins að „gullaldarár-
unum“, þegar Sjallastemmningin
blómstraði og Hljómsveit Ingimars
Eydal var upp á sitt besta.
„Við gerðum talsvert af því á þessum
árum að vinna sjónvarpsþætti og spil-
uðum talsvert um allt land. Hljómsveitin
var með fjölbreytt lagaúrval sem ýmist
voru „hljómsveitarinnar special" eða
suður-amerísk lög svo dæmi séu
nefnd. Við fórum þrívegis til Spánar til
að skemmta, þrjár vikur í hvert skipti og
komum þá fram í klúbbi sem Los Valdi-
mosa áttu. Þar fengum við lög sem
síðan fengu góða íslenska texta og
þetta féll í góðan jarðveg. Einnig
reyndum við alltaf að vera með það
sem var vinsælt hverju sinni. Það var
reyndar sama hvað beðið var um. Ingi-
mar kunni þetta allt.“
Enginn á sviðinu
— Á ýmsu hefur nú gengið í Sjall-
anum öll þessi ár, manst þú ekki
eftir einhverju sérstöku skemmti-
legu?
„Eitt sinn var tekinn upp sjónvarps-
þáttur í Sjallanum að viðstöddum fjölda
fólks sem dansaði og var þetta alveg
eins og á venjulegum dansleik. Við átt-
um tónlistina við sjónvarpsþáttinn á
segulbandi. Við gerðum það okkur til
gamans næstu helgi á eftir að setja
tónlistina á segulbandinu í samband
við hátalarakerfið en stóðum á sviðinu
og þóttumst vera að spila. Síðan fórum
við að tínast út af sviðinu hvert af öðru
þangað til sviðið var autt, en tónlistin
glumdi úr hátalarakerfinu. Fólkið
dansaði og dansaði og ætlaði aldrei að
uppgötva það að við vorum ekki lengur
á sviðinu. Við erum enn að hlæja að
þessu.
— Eftir að Hljómsveit Ingimars
Eydal hætti er hann lenti í slysinu
mikla tóku þau Helena og Finnur sér
hvíld frá Sjallanum I eitt og hálft ár
eða þar um bil. Hvernig var að vera
skyndilega laus, þurfa ekki að
skemmta 6 kvöld í viku eins og verið
hafði sumar eftir sumar í Sjallanum?
„Það var skrýtið, og það var líka erfitt
peningalega. Þar fóru tekjur sem verið
höfðu öruggar, og á íslandi greiðir fólk
skattana sína eftir á. Þá þurftum við að
borga skatta af þessum tekjum af litlum
launum og ég fór að vinna úti á daginn.
Það er svo mikill söknuður af þessu
starfi að það er ekki hægt að útskýra
það. Það var e. t. v. fögnuður fyrst yfir
því að geta verið heima um helgar, átt
frí þegar aðrir áttu frí og þess háttar. En
það togaði eitthvað í, og úr varð að við
Finnur stofnuðum hljómsveit og leiðin
lá í Sjallann aftur. Þar vorum við í eitt og
hálft ár eða þar um bil, en fórum þá út í
að spila hér og þar.
Það er að mörgu leyti alveg eins gott.
Við erum þá ekki eins bundin, við ráð-
um hvaða störf við tökum að okkur og
við sjáum ný og ný andlit á nýjum stöð-
8