Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 6
— Helena Eyjólfsdóttir er löngu landskunn söngkona og sú söng- kvenna okkar sem hvað lengst hefur staðið í eldlínunni. Hún var víst ekki há í loftinu þegar hún steig fyrst á svið og skemmti með söng, en síðan þá hefur ekkert verið litið til baka. Mörg laga hennar hafa náð geysilegum vinsældum, enda hefur hún lengst af starfað með ákaflega færum hljómlistarmönnum. Er sennilega á engan hallað þótt þeir séu fyrst nefndir bræðurnir Ingimar og Finnur Eydal, báðir landskunnir tónlistarmenn, en sá síðarnefndi er reyndar eiginmaður Helenar. Þótt Helena sé önnum kafin kona var engum erfiðleikum háð að fá hana til að setjast niður smástund og rabba um hitt og þetta sem á hennar daga hefur drifið á þeim tíma sem hún hefur starfað sem söngkona. Og eftir að segulbandið er komið í gang var ekki úr vegi að fyrsta spurningin yrði... Fjórtán ára að aldri söng hún á skemmt- un í Skátaheimillnu í Reykjavík. í baksýn sjást Ólafur Pétursson og Paul Bern- burg. .. .Þú varst barnastjarna, var ekki svo? „Jú ætli það verði ekki að segjast. Ég var 9 ára þegar ég kom fyrst fram opin- berlega. Það var á kaffiskemmtun einn sunnudagseftirmiðdag í gamla Sjálf- stæðishúsinu í Reykjavík. Ég var þá að læra söng hjá Guðrúnu Pálsdóttur og hún sá um undirleikinn. Hún var svo- kölluð heldri frú og kenndi mér í þrjá vetur án þess að taka eyri fyrir. Við gerðum mikið af því að koma fram opin- berlega og ég man t. d. eftir einni ferð sem við fórum til Keflavíkur með rút- unni, ég og þessi heldri frú. Hún var í sínum minkapels og spilaði undir fyrir mig í Keflavík. Hún tók talsvert af pen- ingum fyrir þetta, en lét mig fá þá alla. Hún tók ekki eina krónu fyrir sig sjálfa. Hún var frábær kona. Átti að verða alvöru söngkona Ætlunin var að ég hvíldi mig á söngn- um á meðan ég væri á gelgjuskeiðinu, en tæki svo upp þráðinn á nýjan leik. Þá var ætlunin að ég færi til Sigurðar Birkis, ég átti að verða alvöru söng- kona. En þegar að því kom var mín kona farin að syngja dægurlög." - Hvað kom til að þú fórst að læra söng svona ung? „Ég hlýt að hafa haft einhverja hæfi- leika. Mamma fór á sínum tíma með mig til Sigurðar Birkis sem prófaði mig og sendi síðan til Guðrúnar i nám. Ég var í Laugarnesskólanum sem var al- veg sérstakur skóii. Þar var Ingólfur Guðbrandsson með kór, og það er stór hópur af fólki sem var með mér í þeim skóla á þessum árum sem starfar við tónlist í dag, fiðluleikarar, píanóleikarar og fleiri og fleiri. Þetta var fyrsti skólinn sem keypti hljóðfæri handa nemendum sínum. Það má því segja að grundvöll- urinn hafi verið lagður strax í barna- skóla." - Og ætlunin var að þú yrðir óperusöngkona? „Það var ætlunin að ég héldi áfram að læra söng. En ég var óvart komin 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.