Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 11

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 11
 Það var árið 1955, að ungum manni, Jim Henson, sem þá var við listnám í háskólanum í Maryland í Bandaríkjunum, var boðið að halda úti stuttum sjónvarpsþætti daglega. Henson settist niður með grænt filt og skæri og lagði höfuð í bleyti. Aður en hann vissi af hafði hann klippt út hlut sem líktist froski og hlaut nafnið Kermit. Smám saman bættust fleiri við og árið eftir var þátturinn orðinn það stór í sniðum, að hann fékk skólafélaga sinn, Jane Nebel, til að aðstoða sig. í dag eru þau hjón. En Bandaríkjamenn höfðu ekki mikla trú á þessum þáttum. Þeim fannst ólíklegt, að fullorðið fólk fengist til að horfa á þetta og því leitaði Henson á náðir Breta um framleiðslu myndanna. Nú hafa Prúðuleikararnir verið sýndir í 106 löndum og 235 milljónir sjónvarps- áhorfenda hafa fyigst með þeim. Þættirnir hafa hvað eftir annað verið á listum yfir vinsæiustu sjónvarps- þættina og stjórnendum þeirra hlotnast nánast allar viðurkenningar og verðlaun, sem sjónvarpsþætti getur hlotnast, svo það er ekki nema von, að Bandaríkjamenn sitja eftir með sárt ennið. Þau, sem stjórna brúðunum, búa til þættina, eiga raddirnar og svo framvegis segjast hafa orðið fyrir áhrifum frá Prúðuleikurunum, þau Jim Henson faðir Prúðu- leikaranna. séu hreinlega farin að sjá Piggy, Kermit og öll hin í fólki sem þau hitta, og það má mikið vera, ef fólk víðsvegar í heiminum sér ekki sjálft sig í Prúðuleikurunum. En þau eru einnig með augu og eyru opin fyrir nýjum týpum. Ef þau rekast á fólk, sem þau þekkja ekki úr þáttunum, er búin tll ný týpa og um leið geta fleiri fundið sig í Prúðu- leikurunum. í Prúðuleikurunum er ekki að finna snefil af illgirni, ekki einu sinni í stúkunni, þar er því allt í lukkunnar velstandi og rauði þráðurinn er góð- látlegur húmor. Prúðuleikararnir n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.